Fréttir og pistlar

Vor hjá Stjórnvísi

Dagskrá næstu mánaða er að birtast á vefnum smátt og smátt þessa dagana. Ef þið hafið hugmyndir að umfjöllunarefni þá hafið samband við skrifstofuna eða beint við stjórn viðkomandi faghóps.
Við viljum sérstaklega minna mannauðsfólkið á að áframsenda upplýsingar um fundi og halda vitneskjunni um Stjórnvísi á lofti í fyrirtækjunum. Þannig nýtist aðildin fyrirtækjunum mest og best - og ekki hvað síst á komandi mánuðum.
Stöndum vörð um Stjórnvísi sem hagkvæman kost til starfsþróunar og símenntunar.
Forsíða - dagskrá.

Vefurinn: stjórnvísi.is

Vefurinn okkar www.stjornvisi.is, er félaginu afar mikilvægur. Aftur á móti er ekki verið að vinna með hann eins og þyrfti - er þá bæði átti við útlitið og innihaldið. Nú leitum við eftir hugmyndum og jafnvel einstaklingi sem er til í að ritstýra eða koma að ritstjórn vefsins í samstarfi við framkvæmdastjóra félagsins. Þeir sem hafa reynsu, áhuga og/eða hugmyndir vinsamlega hafið samband við undirritaða sem allra fyrst. Verkefnið getur hvoru tveggja verið afmarkað t.d. útlitið eingöngu eða frekari skrif og fréttaumsjón – allt kemur til greina.
Martha s. 896 7026
martha@stjornvisi.is
 
 

Athyglisvert: Stjórnendakönnun VR 2008

66% stjórnenda hafa mikinn sveigjanleika í starfi.  Sveigjanleikinn er mun meiri hjá einkafyrirtækjum en opinberum stofnunum, 71% stjórnenda einkafyrirtækja hafa mikinn sveigjanleika í starfi á móti 54% stjórnenda opinberra stofnana.
Meira....
Niðurstöður Stjórnendakönnunar VR 2008

Tæplega 100 manns á ráðstefnu Stjórnvísi

Tæplega hundrað manns sóttu ráðstefnu Stjórnvísi "Áskorun stjórnenda á nýju Íslandi - ógnanir og tækifæri" sem haldinn var á Hilton Reykjavík í gær. Sex athyglisverð erindi voru flutt og fjögugar umræður spunnust í kjölfrið. Þóranna Jónsdóttir hjá Auði Capital tvinnaði saman árangur og gildi og taldi að þetta tvennt þyrfti að fara saman svo til heilla væri fyrir alla. Gunnar Hersveinn sagði frá "gömlum" og "nýjum" gildum og sýndi hvernig tíðarandinn hefur áhrif á gildismat fólks, fyrirtækja og jafnvel heilla þjóða. Síðan komu mannauðsmálin á dagskrá og þar tók til máls Una Eyþórsdóttir en Una hefur 34 ára reynslu af mannauðsstjórnun. Ítrekaði Una mikilvægi mannauðsstjórans og þau margbreytilegu verkefni sem koma inn á hans borð og milvægi þess að verkefnin séu leyst með þekkingu og vandvirkni. Gylfa Dalmann er óþarfi að kynna fyrir félögum Stjórnvísi en Gylfi var nú frekar svartsýnn á framtíð mannauðsstjórnunar í því efnahagsástandi sem flest fyrirtæki og stofnanir búa við í dag. En brýndi jafnframt mikilvægi þess að mannauðsfólk hvar sem það er niðurkomið, standi fast á sínu. Þá steig hagfræðingurinn hún Guðrún Johnsen á svið og útlistaði hversu mikilvægt það er að nota aðferðir hagfræðinar til að hjálpa okkur að komast að bestu niðurstöðu fyrir heildina - þurfum svo sannarlega á því að halda í dag. Að lokum var það Eyþór Ívar hjá Klak nýsköpunarmiðstöð sem hvatti hópinn til dáða um leið og hann nefndi fimm atriði sem verða að vera til staðar þegar stjórna á nýsköpunarfyrirtækjum: Að grípa tækifærin, að skapa virði, að hafa skýra framtíðarsýn, að vaxa örugglega og ekki síst nefndi Eyþór ástríðuna sem verður að vera til staðar. Þessi fimm atriði eru frábær hvatning til allra sem standa í stjórnun þessi misserin.  Unnur Valborg Hilmarsdóttir stýrði ráðstefnunni af röggsemi og öryggi.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?