Fréttir og pistlar
Sprotahópur Stjórnvísi heimsótti Hilmar Veigar forstjóra CCP á dögunum. Markmið heimsóknarinnar var að fá tækifæri til að spyrja Hilmar spjörunum úr um allt sem við kemur stjórnun fyrirtækis á vaxrarskeiði. Þátttakendur biðu ekki boðanna og spurningum ringdi yfir Himar sem svaraði af miklu öryggi. Margt í svörum Hilmars kom á óvart, eins og til dæmis það að "kaos" væri vænlegri kostur til að leysa erfið verkefni og vandamál - en reglur eða þekktar aðferðir...eitthvað fyrir okkur hin að hugsa um.
Managing Creative People er bók mánaðarins að þessu sinni en hún fjallar um nýjar áherslur í stjórnum samhliða breytingum á starfsfólki og fyrirtækjum sem eru sífellt að verða óhefðbundnari.
Nánar um efni Managing Creative People
Góðar og sniðugar hugmyndir kvikna í frjóum jarðvegi og því þarf að hlúa vel að vinnuumhverfi skapandi fólks. Þeir sem stýra skapandi fólki þurfa sjálfir að hugsa út fyrir rammann við að stýra teyminu í rétta átt og í Managing Creative People tekur Gordon Torr saman hvað eigi að leggja áherslu á. Skapandi fyrirtæki og skapandi fólk eru uppistaðan að helstu atvinnugreinum nútímans á borð við auglýsingaiðnaðinn, tónlistariðnaðinn, tölvuleikjaiðnaðinn, kvikmyndagerðariðnaðinn og fjölmiðla og því er mjög mikilvægt að tileinka sér nýjustu stjórnunaraðferðirnar í skapandi umhverfi.
Pantið hér.
Ágætu félagar í Stjórnvísi
Það er mér mikill heiður að vera treyst fyrir formennsku í Stjórnvísi sem er einn öflugasti félagsskapur stjórnenda í íslensku atvinnulífi. Vil ég á þessum tímamótum þakka þeim fjölmörgu sem lagt hafa hönd á plóg í starfi félagsins á árinu sem er að líða og hlakka til kraftmikils samstarfs á komandi ári.
Af formanni
Á síðastliðnum 5 árum hef ég tekið virkan þátt í leiðtogastörfum innan Stjórnvísi. Þátttakan hófst með formennsku í faghópnum um þjónustustjórnun. Ég tók samhliða sæti í stjórn félagsins á vormánuðum 2007 og frá því í maí 2009 hef ég verið formaður félagsins.
Hvernig kynntist ég Stjórnvísi?
Árið 2004 hafði ég mikinn áhuga á að koma á fót félagsskap áhuga- og atvinnumanna um þjónustustjórnun, en á þeim tíma var faghópur Stjórnvísi á því sviði óvirkur og hafði verið svo um skeið. Ég ákvað að gefa kost á mér til að leiða uppbyggingu hópsins og í framhaldinu var mynduð stjórn og lífi blásið í starfið. Fljótlega varð hópurinn einn af öflugustu faghópunum innan félagsins. Innan hópsins hefur myndast víðtækt tengslanet sem nær einnig til annarra faghópa því hópurinn hefur verið ötull við að beita sér fyrir ráðstefnum og faghópafundum þvert á fagsvið innan félagsins
Framúrskarandi árangur á haustmánuðum
Stjórnvísi er kjörinn vettvangur til skoðanaskipta og miðlunar þekkingar og reynslu á sviði framsækinnar stjórnunar. Við státum af:
⢠Rúmlega 700 metnaðarfullum félagsmönnum
⢠Tæplega 30 faghópafundum á haustmánuðum og 2 ráðstefnum
⢠Um 1200 þátttakendum á faghópafundum og ráðstefnum haustsins
⢠Starfsmenntaverðlaunum árið 2009 fyrir framúrskarandi starf
Kappsfullir félagsmenn eru aðalatriðið
Glæsilegur árangur félagsstarfsins á haustmánuðum byggir á brennandi áhuga félagsmanna sem búa yfir yfirgripsmikilli þekkingu og reynslu. Við hvetjum félagsmenn til að hafa samband (s: 533-5666, stjornvisi@stjornvisi.is) ef þeir hafa áhuga á að stofna nýja faghópa, bjóða sig fram í stjórn faghópa eða miðla af þekkingu og reynslu til annarra félagsmanna.
Margrét Reynisdóttir
Formaður Stjórnvísi
Við bjóðum Veðurstofuna velkomna í Stjórnvísi.
Sjaldan eða aldrei hefur verið eins mikill kraftur í starfi Stjórnvísi og um þessar mundir.
Stjórnvísi eru grasrótarsamtök stjórnenda sem nýta vettvanginn til að miðla þekkingu og reynslu á fjölmörgum sviðum stjórnunar og leiðtogar faghópanna gegna þar lykilhlutverki. Í haust hafa 14 faghópar haldið samtals 29 fundi auk 2ja stærri ráðstefna. Þátttakendur í fundum og viðburðum haustsins voru 1.221. Sá viðburður sem var fjölmennastur var Hvatningarráðstefna Stjórnvísi sem haldin var 2. október en þar mættu um 160 manns. ISO ráðstefnuna sem ISO hópurinn stóð fyrir í lok nóvember sóttu um 120 manns. Nánari tölfræði haustsins hér.
Framundan er nýtt ár og nýjar áskoranir fyrir stjórnendur og rekstraraðila fyrirtækja og stofnana á Íslandi. Stjórnvísi tekur svo sannarlega þátt í uppbyggingu Íslands. Haustdagskráin var metnaðarfull og fjölbreytt og vorið verður ekki lakara. Ef þú ert ekki félagi í Stjórnvísi þá smelltu hér og skoðaðu málið.
Svo má nefna það að Stjórnvísi hlaut Starfsmenntaverðlaunin 2009 og þökkum við þann heiður þeim fjölmörgu félagsmönnum sem halda uppi starfi félagins.
Myndin sem fylgir er frá Hvatningarráðstefnunni í október og þar má sjá nokkra ráðstefnugesti ásamt Þóru Arnórsdóttur sem stjórnaði ráðstefnunni af miklum skörungsskap.
MP banki, BSI á Íslandi, Sjáland og Sjónarrönd eru ný Stjórnvísi fyrirtæki og bjóðum við þau velkomin í félagið. Öll fyrirtæki, félagasamtök og stofnanir geta gerst aðilar að Stjórnvísi. Það eina sem þau þurfa að gera er að sækja um aðild á www.stjornvisi.is - smella á "Umsókn fyrirtækis um aðild að Stjórnvísi" og klára umsóknina og senda. Næsta skref er að framkvæmdastjóri Stjórnvísi hefur samband við tengilið viðkomandi fyrirtækis með allar nánari upplýsingar, t.d. um skráningu einstaka starfsmanna í faghópa og fl.
Bók mánaðarins í desember
Bók mánaðarins er Augnablik, ný íslensk þýðing á bókinni Blink eftir Malcolm Gladwell. Verð 3.590 kr. fyrir félaga í Stjórnvísi, venjulegt verð er 4.690 kr. Nánari umfjöllun um bókina hér neðar.
Augnablik
Íslensk þýðing af bókinni Blink eftir Malcolm Gladwell er Augnablik sem fjallar um það þegar við vitum eitthvað án þess að vita af hverju. Einn frumlegasti hugsuður okkar tíma, Malcolm Gladwell, kannar fyrirbæirið augnablik frá ýmsum hliðum og sýnir fram á hvernig skyndiákvörðun getur reynst mun betri en ákvörðun sem er vandlega ígrunduð. Höfundurinn sýnir, að með því að treysta eigin innsæi áttu aldrei eftir að hugsa eins um hugsun. Hér er á ferðinni fyrsta íslenska þýðingin á bók eftir Malcolm Gladwell sem hefur einnig skrifað metsölubækurnar The Tipping Point og Outliers en allar bækurnar hans hafa selst í milljónum eintaka. Augnablik er mjög skemmtileg bók við allra hæfi.
Pantið hér.
-
desember: Mannauðsstjórnun: Breytingar og nýjungar í kjarasamningum og löggjöf á vinnumark
-
desember: Viðskiptagreind (BI): Innleiðing Targit hjá N1
- desember: ISO staðlar: Jólagleði ISO hópsins - á Kaffi Sólon
Pósturinn hefur nýlokið innleiðingu gæðakerfis og bauð af því tilefni gæðastjórnunarhópi Stjórnvísi í heimsókn í morgun. Þær Sigríður Jónsdóttir gæðastjóri og Ása Dröfn Björnsdóttir forstöðumaður þjónustusviðsins tóku á á móti hópnum. Afar athyglisvert var að hluta á þær stöllur segja frá innleiðingarferlinu, hindrunum, samræmingum, mótun vinnuferla og síðast en ekki síst hvernig Pósturinn stóð að þjálfun starfsfólksins til að takast á við ný vinnubrögð í tengslum við gæðakerfið sem var vottað ISO 9001:2008.
Efni frá fundinum er væntanlegt hér.
Á undanförnum árum hefur gríðarleg fjölgun orðið á útskrifuðum meistaranemum frá hinum ýmsu háskólum landsins. Fjölmörg athyglisverð meistaraverkefni liggja nú í skúffum nemenda og rykfalla. Stjórnvísi hefur nú ákveðið að skapa farveg til að nýta þá þekkingu sem þessi MA verkefni geyma. Sérstakur kafli í vef-Dropanum mun hér eftir verða helgaður útdráttum úr MA verkefnum.
Við viljum hvetja alla þá fjölmörgu félaga í Stjórnvísi, sem eiga MA ritgerðir sem nú liggja og eru vannýtt auðlind, til að útbúa hnitmiðaðan útdrátt til birtingar í vef-Dropanum. Gott er að hafa í huga að rannsóknarspurningin sjálf komi skýrt fram og síðan stuttur texti sem svarar rannsóknarspurningunni á markvissan hátt (1-2 bls.). Þannig fáum við hnitmiðað og gagnlegt efni.
Dæmi um hnitmiðaða uppsetningu á MA útdrætti.
Faghópur Stjórnvísi um stjórnun í sprotafyrirtækjum hefur hafið fundaröð sem kallast "spjallað við forstjóra". Fyrsti fundurinn var hjá Össuri nú í morgun og tók Jón Sigurðsson forstjóri á móti hópnum sem spurði forstjórann spjörunum úr. Erindi Jóns og svör hans við spurningum fundarmanna voru um margt afar athyglisverð m.a. hvernig Jón lýsti hinum hraða og mikla vexti fyrirtækisins á sl. 9 árum - en Össur hefur 22 faldast á þeim tíma. Slagorð Össurar er "Life Without Limitations" og á það vel við um fyrirtækið líka.
Í janúar heimsækir sprotahópurinn CCP og þar mun Hilmar Veigar Pétursson taka á móti hópnum og verður það ekki síður athyglisverð heimsókn. Nánari dagsetning verður auglýst á vefnum þegar nær dregur.
Í dag afhenti forseti Íslands Starfsmenntaverðlaun Starfsmenntaráðs. Verðlaunin hjóta þau fyrirtæki og félagasamtök sem þótt hafa skarað framúr á sviði starfsmenntunar. Stjórnvísi er stolt af þessum heiðri sem félaginu hefur hlotnast og vill nota tækifærið og þakka þeim fjölmörgu félagsmönnum sem standa að og halda uppi starfi félagsins. Verðlaunin eru Stjórnvísi mikil hvatning til að halda áfram á sömu braut og stuðla að öflugri sí- og endurmenntun meðal stjórnenda og fagstarfsmanna í íslensku atvinnu- og viðskiptalífi.
Nánar um aðra verðlaunahafa og afhendinguna sjálfa.
Í nýjasta tölublaði Frjálsrar verslunar er fjallað ítarlega um Hvatningarráðstefnu Stjórnvísi sem haldin var 2. október. Blaðið gerir samantekt á framsögum allra framsögumanna og gefur efninu gott pláss í blaðinu.
Glærur frá ráðstefnunni er að finna hér neðar í fréttinni.
Ragnhildur Geirsdóttir forstjóri Pomens
Efni Ragnhildar frá ráðstefnunni
Hermann Guðmundsson forstjóri N1
Jón Þórir Frantzson forstjóri Íslenska gámafélagsis
Margrét Flóvenz endurskoðandi og eigandi KPMG
Efni Margrétar frá ráðstefnunni
Jón G. Hauksson ritstjóri Frjálsrar verslunar
Efni Jóns frá ráðstefnunni
Liv Bergþórsdóttir framkvæmdastjóri Nova
Efni Livar frá ráðstefnunni
Fundinum sem vera átti í fyrramálið - 29. október kl. 8.30 hjá Capacent hefur nú verið frestað til 5. nóvember - sami tími, sami staður.
Sl. föstudag var haldin Hvatningarráðstefna Stjórnvísi 2009. Framsögumenn voru kunnir stjórnendur úr atvinnulífinu og gestir vel á annað hundrað. Ráðstefnustjóri var Þóra Arnórsdóttir og sá hún einnig um að spyrja framsögumenn nánar út í erindi þeirra að loknum framsögum.
Framsögumenn voru:
Ragnhildur Geirsdóttir forstjóri Pomens
Efni Ragnhildar frá ráðstefnunni
Hermann Guðmundsson forstjóri N1
Jón Þórir Frantzson forstjóri Íslenska gámafélagsis
Margrét Flóvenz endurskoðandi og eigandi KPMG
Efni Margrétar frá ráðstefnunni
Jón G. Hauksson ritstjóri Frjálsrar verslunar
Efni Jóns frá ráðstefnunni
Liv Bergþórsdóttir framkvæmdastjóri Nova
Efni Livar frá ráðstefnunni
Góður rómur var gerður að umræðuefni framsögumanna og segja má að þau hafi sýnt af sér einstaka hreinskilni og einlægni. Þau töluðu um hvað fyrirtækin þeirra eru að takast á við og hvaða glíma er framundan.
Við reiknum með að efnið (glærurnar) þeirra komi á vefinn innan skamms.
Efni ráðstefnunnar verða síðan gerð ítarleg skil í næsta tölublaði Frjálsrar verslunar sem kemur út í lok október.
20/20 Sóknaráætlun, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Háskóli Íslands standa fyrir morgunfundi um samkeppnishæfni föstudaginn 25. september næstkomandi undir yfirskriftinni Endurreisn: Sóknarfæri og samkeppnishæfni. Á fundinum mun Irene Mia, hagfræðingur og framkvæmdastjóri hjá Alþjóðaefnahagsráðinu (World Economic Forum) og einn skýrsluhöfunda The Global Competitiveness Report 2009-2010 fjalla um samkeppnishæfni Íslands út frá samkeppnisvísitölu Alþjóðaefnahagsráðsins.
Dagskrá
Ávarp -Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra
20/20 Sóknaráætlun - Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra
Assessing Iceland's competitiveness in times of crisis: the findings of the Global Competitiveness Index 2009-2010 - Irene Mia hagfræðingur og framkvæmdastjóri WEF
Hvernig mætti efla samkeppnishæfnina? - Runólfur Smári Steinþórsson prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Áskorun atvinnulífsins - Hörður Arnarson forstjóri Sjóvár
Morgunfundurinn fylgir úr hlaði vinnu starfshóps 20/20 Sóknaráætlunar á vegum ríkisstjórnarinnar sem ætlað er að skoða samkeppnishæfni Íslands og koma með tillögur að úrbótum með það að markmiði að samkeppnishæfni landsins aukist markvisst fram til ársins 2020.
Morgunfundurinn verður haldinn 25. september kl. 9:00 - 11:30 á Hilton Reykjavík Nordica. Þátttökugjald er 1100 kr. og skráning er á netfanginu nmi@nmi.is.
Aðalfundur Stjórnvísi var haldinn fimmtudaginn 28. maí sl.
Breytingar urðu á stjórn félagsins þannig að úr stjórn gengu Einar Solheim og Ólafur Finnbogason og kann félagið þeim góðar þakkir fyrir vel unnin störf. Nýir stjórnarmann eru Jón G. Hauksson og Sigrún Kjartansdóttir sem bæði eru kunn af störfum sínum á árabil. Sigrún sem stjórnendi hjá Glitni og nú framkvæmdastjóri og annar eigandi Detox meðferðarstöðvarinnar. Jón þarf vart að kynna fyrir íslenskum stjórnendum en hann hefur starfað um árabil sem sem ritstjóri Frjálsrar verslunar. Við bjóðum við þau innilega velkomin til starfa og væntum mikils af þeim.
Nýkjörin stjórn Stjórnvísi er því eftirfarandi:
Margrét R Reynisdóttir formaður - Gerum betur
Auður Þórhallsdóttir - Samskipum
Baldvin Valgarðsson - Aðföngum
Bára Sigurðardóttir - Termu
Jón H. Hauksson - Frjálsri verslun
Sigrún Kjartansdóttir - Detox
Sigurjón Aðalsteinsson - Fiskistofu
Framkvæmdastjóri er eftir sem áður Martha Árnadóttir.
Ársskýrslu fyrir starfsárið 2008-2009 og reikninga félagsins fyrir árið 2008 er að finna hér ásamt úrdrætti úr ársskýrslunni sem gefur glöggar upplýsingar um starfið. Í ársskýrslunni sjálfri eru m.a. taldir upp allir faghópafundir félagsins á starfsárinu.
Smellið hér.
Fundir faghópa starfsárið 2008-2009 (gestgjafi)
Faghópur um Samhæft árangursmat eða Balanced Scorecard
- Árangursstjórn og stefnumiðað árangursmat hjá Capacent. (Capacent).
- Innleiðing Stefnumiðaðs árangursmats hjá Teris. (Teris).
- Stefnumiðað árangursmat â“ aðgerðir og stöðugar framfarir hjá Umferðarstofu. (Umferðarstofa).
- Stefnumiðað árangursmat hjá Össuri. (Össur).
- Innleiðing stefnumiðaðs árangursmats hjá Álftamýrarskóla og Kársnesskóla. (Álftamýrarskóli).
Faghópur um gæðastjórnun - Afburðaárangur â“ einkenni afburðafyrirtækja og einkenni stjórnunaraðferða. (Opin kerfi).
- Gæðaúttektir - dæmisögur. (Íslandsbanki).
- The Toyota Way â“ heimsókn til Toyota. (Toyota).
- Gæðamat og innleiðing gæðastjórnunarkerfis. (Menntasvið Reykjavíkurborgar).
Faghópur um mótun og framkvæmd stefnu - Stefnuframkvæmd â“ hvað ber að varast? (Landsbanki Íslands).
- Markmið og stefna Umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. (LRH).
- Atvinnustefna fyrir Ísland â“ fyrri fundur. (Háskóli Íslands).
- Atvinnustefna fyrir Ísland â“ seinni fundur. (Háskóli Íslands).
- Hlutverk áætlanagerðar í framkvæmd stefnu. (Háskóli Íslands).
Faghópur um stjórnun á Heilbrigðissviði - Forysta: Bilið á milli fræða og framkvæmdar. (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga).
- Heilbrigðiskerfið á viðsjárverðum tímum. (Háskóli Íslands).
ISO â“ faghópur um ISO staðla - Faggilding â“ ferill vottunar samkvæmt stjórnunarstöðlum. (Einkaleyfastofa).
- ISO stjórnunarstaðlar â“ hvað er nýtt? (Staðlaráð).
- Reglur og staðlar um jólin â“ ófaglegur gleðifundur. (Nýherji).
- Birgjamat. (Landsvirkjun).
- Rýni stjórnenda hjá Vífilfelli. (Vífilfell).
Faghópur um mannauðsstjórnun - Mannauðsstjórnun í niðursveiflu. (Ístak).
- HRM â“ mælikvarðar og hitamælar stjórnandans. (Capacent).
- Símenntunaráætlun. (Umferðarstofa).
- Hvaða upplýsingar vilja stjórnendur fá frá mannauðsstjórum? (Norvík).
- Stjórnendaupplýsingar úr mannauðskerfum. (Skýrr).
- Leiðin að silfrinu: Hugarfar starfsmanna skiptir máli. (Íslandsbanki).
Faghópur um stjórnun á matvælasviði - Þróunarvettvangur á sviði matvæla. (Samtök iðnaðarins).
- Umbúðir matvæla â“ áhætta. (Rannsóknarþjónustan Sýni).
- Aukaefni í matvælum. (Samtök iðnaðarins).
Faghópur um umhverfis- og öryggisstjórnun - Umhverfis- og öryggisstjórnun hjá Actavis. (Actavis).
- Undirbúningsferli vottunar. Kuðungurinn og Svanurinn. (Sólarræsting).
- Vottun umhverfisstjórnunarkerfa frá sjónarhóli stjórnsýslunnar. (Umhverfisstofnun).
- Umhverfisstjórnun hjá Orkuveitu Reykjavíkur. (OR).
- Opinber vistvæn innkaupastefna í mótun. (Ríkiskaup).
Faghópur um upplýsingaöryggi - Upplýsingaöryggi â“ próf og gráður. (PWC).
- Reynslusaga af innleiðingu gæðakerfis og tengsl vottunar ITIL og ISO27001. (Deloitte).
- âBusiness Continuityâ eða stjórnun rekstrarsamfellu. (Nýi Landsbankinn).
- Nýjar ógnir Internetsins: Árásir sem mest eru notaðar í dag og varnir gegn þeim. (Sensa).
Faghópur um þjónustustjórnun - Þjónustuver â“ lykill að betri þjónustu? (Garðabær).
- Þjónusta, hvatning og þjálfun á erfiðum tímum. (ParX).
- Skiptir þjónustan máli hjá Össuri? (Össur).
- Þjónustustefna og gildi hjá Vínbúðunum. (ÁTVR).
- Með ánægju! â“ þjónustustjórnun hjá Tryggingamiðstöðinni. (TM).
Faghópur um fjármál fyrirtækja - Stjórnarhættir fyrirtækja með áherslu á innra eftirlit. (PWC).
- Gerð fjárhagsáætlana og eftirfylgni. (Össur).
- Staða á gjaldeyrismarkaði og áhrif hennar á fyrirtækin í landinu. (Askar Capital).
- Áhætta, (rangar) ákvarðanir og óvissa. (Háskólinn í Reykjavík).
- Afkomumódel Brimborgar. (Brimborg).
- Vanskilaupplýsingar um fyrirtæki, aðgangur og notkun. (CreditINFO).
Faghópur um hugbúnaðarprófanir - Árásir framtíðarinnar: Háþróaðar árásir og hvernig prófanir geta takmarkað áhættuna. (CCP).
- Hittingur á Oliver. (Oliver).
- Vefgreiningartól & The Ugly baby Syndrom. (Skýrr).
- Hugbúnaðarprófanir hjá Teris. (Teris).
Faghópur um straumlínustjórnun (Lean Six Sigma) - Lean Thinking hjá Marel. (Marel).
- Lean Thinking hjá Promens. (Promens).
Faghópur um viðskiptagreind - Áhættugreining hjá StatOilHydro í Noregi. (Síminn).
Fréttatilkynning- Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2008
Sparisjóðurinn í fyrsta sæti
Í dag voru kynntar niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar en þetta er í tíunda sinn sem ánægja viðskiptavina fjölda íslenskra fyrirtækja er mæld. Að þessu sinni var ánægja viðskiptavina 17 fyrirtækja mæld en það eru heldur færri fyrirtæki en undanfarin ár. Niðurstöður byggja á svörum um 4300 manns eða um 250 viðskiptavina hvers fyrirtækis.
Guðbjörg Andrea Jónsdóttir rannsóknarstjóri hjá Capacent Gallup kynnti niðurstöðurnar og sagði m.a. að mikil fylgni væri milli ánægju og tryggðar viðskiptavina og að tengsl tryggðar og afkomu fyrirtækis væru mjög sterk. Því væri til mikils að vinna að hafa viðskiptavini ánægða. Gjaldþrot bankanna setti mark sitt á mælingar ársins 2008 en könnun meðal viðskiptavina bankanna hófst á sama tíma og bankarnir fóru í þrot. Mæling á ánægju viðskiptavina banka og sparisjóða var því endurtekin í lok nóvember og er stuðst við niðurstöður seinni mælingarinnar.
Íslenska ánægjuvogin lækkar um rúmlega 4 stig á milli áranna 2007 og 2008, fer úr 66,4 í 62,0 í heildina. Nokkur lækkun er á öllum atvinnugreinum sem mældar eru en mest á bankamarkaði um rúm 13 stig. Mikillar svartsýni gætir meðal svarenda þegar horft er til efnahagsástands þjóðar¬innar og eigin fjárhagsstöðu næstu 12 mánuði og eru Íslendingar töluvert svartsýnni en aðrir Norðurlandabúar.
Helstu niðurstöður
Í flokki banka og sparisjóða, var Sparisjóðurinn í fyrsta sæti með 78,5 stig. Sparisjóðurinn hefur alltaf verið í fyrsta sæti ef frá er talið árið 2006 þegar SPRON náði fyrsta sætinu. Mest hækkun á milli ára er á einkunn Byrs sem er í öðru sæti með 77,7 stig en SPRON er í þriðja sæti með 73,6. Mikill munur er nú á einkunnum sparisjóðanna, þ.e. Sparisjóðsins, SPRON og Byrs, annars vegar og viðskiptabankanna, Glitnis sem var með 57,9, Kaupþings sem var með 55,9 og Landsbankans sem rak lestina með 51,9 stig hins vegar. Meðalánægjuvogar¬einkunn spari¬sjóðanna er nú 77,0 stig samanborið við 55,1 stig hjá viðskiptabönkunum
Í flokki tryggingafélaga var Tryggingamiðstöðin í fyrsta sæti með 68,7 stig, nánast sömu einkunn og á síðasta ári. Tryggingamiðstöðin hefur alltaf verið í fyrsta sæti í þessum flokki ef frá er talið árið 2004 þegar VÍS var í fyrsta sæti. Í öðru sæti var Vörður með 65,4 stig og lækkaði lítillega á milli ára. Sjóvá, eina tryggingafélagið sem hækkar lítillega á milli ára var í þriðja sæti með 64,9 stig en í fjórða og síðasta sæti var VÍS sem lækkaði um tæp 6 stig á milli ára og var nú með 60,9 stig.
Í flokki rafveita var Hitaveita Suðurnesja í fyrsta sæti, sjöunda árið í röð með 69,8 stig, tæpum tveimur stigum meira en árið 2007. Fallorka var í öðru sæti með 65,1 stig og lækkar nokkuð frá fyrri mælingum. Orkuveita Reykjavíkur hækkar um 1,2 stig á milli ára og er í þriðja sæti með 64,6 stig. Lestina rekur Orkusalan með 53,1 stig og lækkar um 7,6 stig.
Í flokki smásöluverslana var ÁTVR í fyrsta sæti með 66,2 og hækkar um 2,3 stig á milli ára. BYKO var í öðru sæti með 59,4 stig, lækkar um tæp 6 stig á milli ára og í þriðja sæti var Húsasmiðjan með litlu lægri einkunn, 58,8 og lækkaði um rúm 4 stig á milli ára.
Einungis tvö fyrirtæki hækka um meira en tvö stig á milli ára, ÁTVR og Byr sparisjóður sem hækkar um 4,7 stig. Sex fyrirtæki lækka hins vegar um meira en fimm stig, en það eru BYKO og VÍS, Orkusalan og viðskiptabankarnir þrír. Kaupþing lækkar um 13 stig á milli ára, Glitnir um 14,9 og Landsbankinn um 20,7 stig.
Íslenska ánægjuvogin
Íslenska ánægjuvogin er félag, sem Samtök iðnaðarins, Stjórnvísi og Capacent Gallup standa að hvað varðar þátttöku í Evrópsku ánægjuvoginni. Markmið verkefnisins er að láta fyrirtækjum í té samræmdar mælingar á ánægju viðskiptavina en einnig nokkrum öðrum þáttum, sem hafa áhrif á hana, s.s. ímynd, mat á gæðum, og tryggð viðskiptavina. Mælingin er talin mjög mikilvæg þar sem rannsóknir hafa leitt í ljós að því ánægðari sem viðskiptavinir fyrirtækis eru því betri afkomu getur það gert sér vonir um.
Nánari upplýsingar veita Davíð Lúðvíksson hjá SI í síma 5910114/8246114, netfang david@si.is og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir hjá Capacent Gallup í síma 5401033/8601033, netfang gaj@capacent.is.