Fréttir og pistlar

Nýr hópur um markþjálfun

Það er Stjórnvísi ánægja að tilkynna að nýr faghópur hefur verið stofnaður um "Markþjálfun".  Formaður hópsins er Steinunn Hall.  Nánari upplýsingar munu birtast á næstu dögum um Markþjálfunarfaghópinn.
 

Nýir stjórnarmenn í faghópum boðnir velkomnir

Við bjóðum nýja stjórnarmenn í faghópa velkomna. Þjónustustjórnun:  Sólveig Hjaltadóttir, framkvæmdastjóri Réttindasviðs Tryggingastofnunar ríkisins og Margrét Tryggvadóttir, þjónustu-og sölustjóri Nova.  Í Mannauðshóp: Gylfi Dalmann Aðalsteinsson dósent , umsjónarmaður MS-náms í mannauðsstjórnun HÍ og Snorri Jónsson, mannauðsstjóri hjá Creditinfo

Nýr framkvæmdastjóri Stjórnvísi Gunnhildur Arnardóttir

 Stjórnvísi sem er stærsta og öflugasta stjórnunarfélag landsins hefur ráðið nýjan framkvæmdastjóra til félagsins, Gunnhildi Arnardóttur, og hefur hún þegar tekið til starfa.  Gunnhildur er MBA frá Háskólanum í Reykjavík og viðskiptafræðingur að mennt.  Auk þess hefur hún numið stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.  Gunnhildur hefur verið öflugur félagi í Stjórnvísi undanfarin ár og starfaði sl. ár sem formaður Mannauðshóps félagsins.  Auk þess var hún tilnefnd mannauðsstjóri ársins af Stjórnvísi fyrr á þessu ári.  Gunnhildur hefur áratuga reynslu af stjórnunarstörfum og starfaði síðast sem framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Securitas. 

Gunnhildur hefur lengi haft mikinn áhuga á félagsstörfum, er í stjórn Emblna og Advisory Board fyrir MBA-námið í HR.  Mottó hennar í lífinu er að: "skilja alltaf við fólk jákvæðara en hún kom að því.

 

Nýr framkvæmdstjóri Stjórnvísi

 Stjórnvísi sem er stærsta og öflugasta stjórnunarfélag landsins hefur ráðið nýjan framkvæmdastjóra til félagsins, Gunnhildi Arnardóttur, og hefur hún þegar tekið til starfa.  Gunnhildur er MBA frá Háskólanum í Reykjavík og viðskiptafræðingur að mennt.  Auk þess hefur hún numið stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.  Gunnhildur hefur verið öflugur félagi í Stjórnvísi undanfarin ár og starfaði sl. ár sem formaður Mannauðshóps félagsins.  Auk þess var hún tilnefnd mannauðsstjóri ársins af Stjórnvísi fyrr á þessu ári.  Gunnhildur hefur áratuga reynslu af stjórnunarstörfum og starfaði síðast sem framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Securitas. 

Gunnhildur hefur lengi haft mikinn áhuga á félagsstörfum, er í stjórn Emblna og Advisory Board fyrir MBA-námið í HR.  Mottó hennar í lífinu er að: "skilja alltaf við fólk jákvæðara en hún kom að því.

 

Af gefnu tilefni

Vegna fjölda fyrirspurna að undanförnu um útsendingar Dokkunnar til félagsmanna Stjórnvísi vill stjórn Stjórnvísi árétta að Dokkan er á engan hátt tengd Stjórnvísi.
Dokkan er nýtt fyrirtæki á vegum Mörthu Árnadóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Stjórnvísi. Martha hætti hjá Stjórnvísi í júní eftir nokkurra ára farsælt starf sem framkvæmdastjóri og stofnaði Dokkuna þegar í kjölfarið.

Félagsmenn hafa spurt að því hvort Dokkan sé í samkeppni við Stjórnvísi og því er til að svara að ekki verður annað séð en að svo sé. Starfsemin er afar keimlík og byggir augljóslega á hugmyndafræði Stjórnvísi.
 
Það skal tekið fram að netfangalisti Stjórnvísi hefur ekki verið sendur til Dokkunnar af Stjórnvísi, en félagsmenn hafa spurt að því eftir að hafa fengið póst frá Dokkunni að undanförnu. Skipulag funda Dokkunnar, stofnun faghópa, fyrirlesarar og umfjöllunarefni eru ekki á vegum Stjórnvísi. 
 
Stjórnvísi er framsækið félag um stjórnun og er ekki rekið með hagnaðarvon í huga. Það er stærsta stjórnunarfélag á Íslandi með yfir 800 félagsmenn innanborðs. Félagið stefnir að því að starfa áfram sem öflugt fagfélag.
 
Samkeppni er af hinu góða. En þessar aðstæður verða að teljast harla óvenjulegar og þess vegna hvetur Stjórnvísi félagsmenn til að standa vörð um félagið sem óháð og frjáls félagasamtök um stjórnun og vera þess meðvitaðir að Dokkan er ekki Stjórnvísi.
 
Stjórn Stjórnvísi  

Menntaskólinn Hraðbraut - nýtt Stjórnvísi fyrirtæki

Um Hraðbraut
Menntaskólinn Hraðbraut er framsækinn valkostur i íslensku skólakerfi.  Skólinn er ætlaður duglegu námsfólki sem er tilbúið að vinna markvisst í skemmtilegu námsumhverfi.  Skólinn tók til starfa haustið 2003 en byggir á kennsluformi sem hefur verið þrautreynt í rúm 10 ár.  Öll námsfög eru kennd í 6 vikna kennslulotum.  Skólinn býður nám til stúdentsprófs á tveimur árum á náttúrufræðibraut og málabraut.  Hámarksnemendafjöldi eru 200 nemendur.

Landsnet - nýtt Stjórnvísi fyrirtæki

Um Landsnet
Landsnet hf. var stofnað á grundvelli raforkulaga sem samþykkt voru á Alþingi á vormánuðum 2003. Hlutverk fyrirtækisins er að annast flutning raforku og stjórnun raforkukerfisins.
Raforkumarkaður
Landsnet starfar samkvæmt sérleyfi. Starfsemin er háð opinberu eftirliti Orkustofnunar sem jafnframt ákvarðar þann tekjuramma sem gjaldskrá fyrirtækisins miðast við.
Stjórn Landsnets skal vera sjálfstæð gagnvart öðrum fyrirtækjum sem stunda vinnslu, dreifingu eða sölu raforku. Fyrirtækið má einungis stunda starfsemi sem er nauðsynleg til að það geti rækt þær skyldur sem því eru lagðar á herðar lögum samkvæmt.
Landsneti er heimilt að reka raforkumarkað og er stefnt að því að hefja starfrækslu slíks markaðar.
Með raforkulögunum var Landsneti jafnframt falið að gefa út vottorð sem staðfesta að raforka sé framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum.

ALP bílaleiga - nýtt Stjórnvísi fyrirtæki

Um ALP bílaleigu
ALP bílaleiga er umboðsaðili AVIS og Budget og ein af stærstu bílaleigum landsins með yfir 1100 bíla í rekstri á hánnatíma. Hjá Alp starfa tæplega 60 manns en allt að 90 manns þegar mest er og rekur fyrirtækið 8 leigustöðvar. Stærstu viðskiptavinahópar Alp eru erlendir ferðamenn en fyrirtækið þjónustar einnig Íslendinga og íslensk fyrirtæki bæði erlendis og á Íslandi. AVIS og Budget International starfa í 160 löndum.
Fyrirtækið rekur tvær heimasíður: www.avis.is og www.budget.is
 

Alcoa á Íslandi - nýtt Stjórnvísi fyrirtæki

Um Alcoa
Á heimsvísu er Alcoa leiðandi framleiðandi og stjórnandi á sviði hrááls, unnins áls og súráls gegnum virka og vaxandi stöðu sína á öllum helstu sviðum atvinnugreinarinnar.
Alcoa þjónustar markaði á sviði geimferða, bifreiða, umbúða, bygginga- og mannvirkjagerðar, flutningaviðskipta og iðnaðar og færir viðskiptavinum sínum hönnun, verkfræði, framleiðslu og annað það sem fyrirtækið er fært um.
Hjá fyrirtækinu starfa 59.000 starfsmenn í 31 löndum og hefur það verið útnefnt eitt af þremur sjálfbærustu fyrirtækjum heims á ráðstefnu Alþjóðlegu efnahagsstofnunarinnar í Davos í Sviss. Einnig hefur fyrirtækið verið meðlimur í sjálfbærnivísitölu Dow Jones í 7 ár í röð.
Hjá fyrirtækinu starfa 59.000 starfsmenn í 31 löndum og það hefur verið tilnefnt eitt af helstu sjálfbæru fyrirtækjunum í heiminum af Alþjóðlegu efnahagsstofnuninni (WEF) í Davos, Sviss.
Árið 2008 var 10 sinnum öruggara að vinna fyrir Alcoa en það var árið 1991.
Alcoa framleiðir mjög sjálfbæra vöru: yfir 70% af því áli sem framleitt hefur verið er enn í notkun, sem jafngildir 586 milljónum tonna af þeim 806 milljónum tonna sem framleidd hafa verið í heildina síðan 1886.
 

Landsnet - nýtt Stjórnvísi fyrirtæki

Um Landsnet hf.
Landsnet hf. var stofnað á grundvelli raforkulaga sem samþykkt voru á Alþingi á vormánuðum 2003. Hlutverk fyrirtækisins er að annast flutning raforku og stjórnun raforkukerfisins.
Raforkumarkaður
Landsnet starfar samkvæmt sérleyfi. Starfsemin er háð opinberu eftirliti Orkustofnunar sem jafnframt ákvarðar þann tekjuramma sem gjaldskrá fyrirtækisins miðast við.
Stjórn Landsnets skal vera sjálfstæð gagnvart öðrum fyrirtækjum sem stunda vinnslu, dreifingu eða sölu raforku. Fyrirtækið má einungis stunda starfsemi sem er nauðsynleg til að það geti rækt þær skyldur sem því eru lagðar á herðar lögum samkvæmt.
Landsneti er heimilt að reka raforkumarkað og er stefnt að því að hefja starfrækslu slíks markaðar á árinu 2010.
Með raforkulögunum var Landsneti jafnframt falið að gefa út vottorð sem staðfesta að raforka sé framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum.
 

Okkar líftryggingar hf. - nýtt Stjórnvísi fyrirtæki

ALMENNT UM OKKAR LÍF

Á aðalfundi Kaupþings líftrygginga hf. sem haldinn var 20.mars sl., var samþykkt að breyta nafni félagsins í OKKAR líftryggingar hf. Félagið er eftir sem áður í eigu Arion banka hf. og stendur sem fyrr traustum fjárhagslegum fótum. Félagið er óháð öðrum vátryggingarfélögum. Samstarfsaðilar í sölu og dreifingu eru KB ráðgjöf.

Framtíðarsýn félagsins er að vera fremsta líftryggingarfélag á Íslandi. Því markmiði hyggst félagið ná með því að leggja áherslu á:
Fjárfestingu í þekkingu og tækni
Nýsköpun og frumkvæði
Framsækni og áræðni
Verðmætasköpun á nýjum viðskiptasviðum
Meginhlutverk fyrirtækisins er að veita nútíma vátryggingaþjónustu með arðsemi og hag eiganda að leiðarljósi og veita viðskiptamönnum sínum fjárhagslegt öryggi vegna sjúkdóms, örorku og andláts.
OKKAR líf hefur frá upphafi verið brautryðjandi í þróun persónutrygginga hér á landi. Sjúkdómatryggingar, reykingaafsláttur, barnatryggingar, örorkutryggingar og margs konar hóptryggingar eru meðal þess sem félagið hefur haft forystu um að kynna Íslendingum.

Starfsemi OKKAR lífs byggir á þjónustu við viðskiptavini og söluvaran er margs konar persónutryggingar sem rúmast innan laga um líftryggingastarfssemi. Nýverið hóf OKKAR líf að sinna þjónustu við fyrirtæki á markvissan hátt þar sem áhersla er lögð á ódýrar og öflugar hóptryggingar í líf- og sjúkdómatryggingum.
 

How the Mighty Fall - bók april mánaðar

How the Mighty Fall, eftir Jim Collins, höfund Good to Great og Built to Last, er því svarað hvernig stöndug fyrirtæki geta fallið, sem og hvernig hægt er að snúa vörn í sókn. Í bókinni kynnir Jim Collins niðurstöðu margra ára rannsóknar á niðursveiflum í rekstri og skilgreinir fimm mismunandi skref hjá fyrirtækjum á niðurleið, en örlög liggja algjörlega í höndum stjórnenda þeirra.
Bókin kostar 4.990 en verð til Stjórnvísi félaga er kr. 3.890.

Pantið hér

Starfsafl - nýtt Stjórnvísi fyrirtæki

Starfsafl - starfsmennt Samtaka Atvinnulífsins og Flóabandalagsins varð til í tengslum við kjarasamninga vorið 2000. Þá var samið um stofnun sérstaks sjóðs sem ætlað er að byggja upp menntun ófaglærðra. Símenntun starfsmanna er lykill fyrirtækja að betra starfsumhverfi, aukinni framleiðni og styrkir samkeppnisstöðu þeirra. Fyrirtæki innan Samtaka atvinnulífsins geta sótt um styrk til að vinna sérstök starfsmenntaverkefni sem hafa fræðslu að markmiði.
Markmið Starfsafls:

Hafa frumkvæði að þróunarverkefnum í starfsmenntun.
Leggja áherslu á kynningar-og hvatningarstarf er tengist starfsmenntun. Þannig verði stuðlað að aukinni starfsmenntun í íslensku atvinnulífi fyrir ófaglærða starfsmenn.
Kanna þörf atvinnulífsins fyrir starfsmenntun ófaglærðs verkafólks.
Leita eftir viðræðum við stjórnvöld um fyrirkomulag fullorðinsfræðslu

Starfsafl styrkir:

Nýjungar í námsefnisgerð
Endurskoðun námsefnis
Rekstur námskeiða
Einstaklinga og fyrirtæki vegna starfsmenntunar samkvæmt nánari reglum stjórnar

7 Lessons in Leading in Crisis - páskalesning stjórnandans

Seven Lessons for Leading in Crisis eru nauðsynlegar ráðleggingar fyrir leiðtoga í núverandi efnahagsóstöðugleika. Bókin er eftir Bill George, höfund metsölubókarinnar True North, sem var einmitt bók mánaðarins í nóvember, og er einn af þekktustu leiðtogum í dag. Hér fjallar hann um raunveruleg og reynd ráð til að stýra fyrirtækjum, stórum og smáum, í efnhagskreppu. Hér er á ferðinni skotheldur leiðarvísir fyrir stjórnendur í mjög krefjandi umhverfi sem hvetur leiðtoga til að nýta aðstæðurnar til fullnustu og sækja fram í stað þess að sitja í vörn. Þessi fyrrverandi stjórnandi Medtronic nýtir hér reynslu sína og reynslu annarra stjórnenda í kringum sig sem hafa leitt fyrirtæki í gegnum efnahagslægðir með hreinskilnum samskiptum og skýrri framtíðarsýn. Bill George bendir leiðtogum sérstaklega á hvað þeir þurfa að bera til að verða sterkir leiðtogar og lifa af hvaða krísu sem er. Hann sjö helstu ráðleggingar innihalda það að horfast í augu við staðreyndir og byrja á sjálfum sér, ekki vannýta góða krísu og að vera framsækinn því það sé besta leiðin til að vinna markaði í dag. Seven Lessons for Leading in Crisis er neyðarbúnaður fyrir hvaða leiðtoga sem er.
Almennt verð er kr. 4.790 en til Stjórnvísi félaga kr. 3.690.
Pantið hér

Nói Síríus - nýtt Stjórnvísi fyrirtæki

Um 120 manns vinna nú hjá Nóa-Síríus og þar af liðlega 80 við framleiðslu. Fyrirtækið framleiðir fjöldan allan af sælgætistegundum af mörgum stærðum og gerðum. Á meðal framleiðsluvara fyrirtækisins er súkkulaði af ýmsu tagi undir heitinu Síríus, pokavörur með brjóstsykri, karamellum, rúsínum og fleira sælgæti undir Nóa heitinu, töflur með ýmsum bragðtegundum undir heitinu Opal og Tópas, hálsbrjóstsykur undir heitinu Háls og svo auðvitað konfekt og páskaegg. Vöruúrvalið eykst stöðugt og umbúðir og markaðsaðgerðir taka örum breytingum í samræmi við kröfur markaðarins og tækninýjungar.
Nói-Síríus hefur mest allan feril sinn verið í eigu sömu fjölskyldu, en 90% hlutafjár er nú í eigu þriggja eignarhaldsfélaga sem tengjast fjölskylduböndum. Árið 2005 lét Ingileif Bryndís Hallgrímsdóttir af stöðu stjórnarformanns eftir rúmlega fimmtíu ára setu, en núverandi stjórnarformaður er Áslaug Gunnarsdóttir.
Nói-Síríus byggir á gömlum grunni og nýtur þess í dag að hafa haft tækifæri til að vaxa með þjóðinni um langt árabil. Óheft samkeppni í vel á þriðja áratug hefur einnig hert fyrirtækið og eflt, og í dag hefur það ríka ástæðu til að líta framtíðina björtum augum.
 

Fjárstoð - nýtt Stjórnvísi fyrirtæki

Fjárstoð var stofnað árið 2001 sem sérhæft fyrirtæki í útvistun. Fyrstu árin einkenndust af kaupum og sameiningu Fjárstoðar við fjármálasvið fyrirtækja og útvistunarfyrirtæki á fjármálasviði.
Í desember 2005 keypti Fjárstoð viðskiptaþjónustu Deloitte og sameinaði rekstri sínum. Á sama tíma keypti Deloitte hluta í Fjárstoð og er einn af eigendum félagsins í dag. Aðrir eigendur eru Borghildur Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri félagsins, Halldór Arnarsson, fjármálastjóri og Guðmundur Arnaldsson. Félagið hefur vaxið og dafnað síðustu ár og eru starfsmenn nú yfir þrjátíu talsins.
Við bjóðum Fjárstoð velkomið í Stjórnvísi!

Magma á Íslandi - nýtt Stjórnvísi fyrirtæki

Magma á Íslandi ehf. er nýstofnað dótturfélag kanadíska jarðhitafyrirtækisins Magma Energy Corporation, sem á 40,94 hlut í HS Orku. Forstjóri hins nýstofnaða félags er Ásgeir Margeirsson.
Með stofnun dótturfélags á Íslandi vill Magma undirstrika mikilvægi Íslands í uppbyggingu félagsins á alþjóðavísu og fylgja eftir fjárfestingum sínum hér á landi, til að styðja við starfsemi og uppbyggingu HS Orku. Magma á Íslandi er til húsa við Hafnargötuna í Reykjanesbæ. Stefnt er að því að starfsmenn félagsins sinni verkefnum Magma á Íslandi en muni auk þess koma að jarðhitaverkefnum Magma Energy um heim allan.

Magma Energy er kanadískt jarðhitafyrirtæki sem vinnur að þróun og uppbyggingu jarðvarmavirkjana víða um heim, m.a. á Íslandi, í Bandaríkjunum, Chile og Perú. Magma er almenningshlutafélag, skráð á hlutabréfamarkað í Toronto í Kanada. Sofnandi Magma og forstjóri er Ross J. Beaty jarðfræðingur. Hann er varaformaður stjórnar HS Orku.

 

Veisluturninn - nýtt Stjórnvísi fyrirtæki

Við bjóðum Veisluturninn velkominn í Stjórnvísi.
Um Veisluturninn
Veisluturninn er ný og glæsileg veisluaðstaða á tveimur efstu hæðunum í hæstu byggingu landsins við Smáratorg.
Útsýnið úr Turninum er óviðjafnanlegt og óhætt er að segja að vandfundnir eru glæsilegri salir fyrir veislur, ráðstefnur eða fundi.
Á nítjándu hæð er fyrsta flokks hádegisverðarstaður ásamt funda-, ráð-stefnu- og veislusölum.
 
Tuttugasta hæðin hýsir glæsilega veislusali með fimm metra lofthæð, bar og setustofu þar sem hægt er að njóta útsýnisins í veislum og móttökum af öllum gerðum hvort sem er kokteilveislur, fjölbragðaveislur, jólahlaðborð, brúðkaup, árshátíðir eða fermingar.
Salirnir á tuttugustu hæðinni eru tilvaldir til funda og ráðstefnuhalds.
Þrautreynt starfslið Veisluturnsins tryggir fyrsta flokks þjónustu fyrir allar gerðir af veislum og viðburðum. Það veitir faglega ráðgjöf um matseðla, vín, umgjörð og skipulagningu. Þar fara fremstir í flokki landsliðsmatreiðslumeistarinn Sigurður Gíslason, yfirmatreiðslumaður og Gunnar Rafn Heiðarsson yfirþjónn sem hvor um sig búa yfir þekkingu og reynslu hér á landi sem erlendis.
Í Veisluturninum er allur fullkomnasti tækjabúnaður sem völ er á fyrir ráðstefnur og fundahöld.
Veisluturninn setur ný viðmið í þjónustu, gæðum og umhverfi.
Veisluturninn opnaði 28.mars 2008. og hádegisverðarstaðurinn Nítjánda opnaði 3.apríl 2008.
 

Uppskeruhátíð Íslensku ánægjuvogarinnar

Í dag, 23. febrúar 2010, voru kynntar niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar en þetta er ellefta árið sem ánægja viðskiptavina íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti. Að þessu sinni voru 25 fyrirtæki í 5 atvinnugreinum mæld. Niðurstöður byggja á svörum rúmlega 6000 manns eða um 250 viðskiptavina hvers fyrirtækis.
Hæstu einkunn allra fyrirtækja og raunar hæstu einkunn sem mælst hefur í Íslensku ánægjuvoginni frá upphafi hlaut Fjarðarkaup, 91,3 af 100 mögulegum. Í fyrsta sæti í flokki banka og sparisjóða var Sparisjóðurinn með einkunnina 78,6. Í flokki tryggingafélaga var Vörður í fyrsta sæti með 68,4. HS orka var í fyrsta sæti raforkusala með 69,8. NOVA var í fyrsta sæti í flokki farsímafyrirtækja með einkunnina 79,4.
 

        Bankar og sparisjóðir

        Ánægjuvog

         

        Farsímafyrirtæki

        Ánægjuvog

        Sparisjóðurinn

        78,6

         

        Nova

        79,4 

        BYR sparisjóður

        69,9

         

        Vodafone

        66,0 

        Íslandsbanki

        54,5

         

        Tal

        65,6 

        Landsbankinn

        50,1

         

        Síminn

        63,0 

        Arion banki

        49,6

         

         

         

         

         

         

         

         

        Tryggingafélög

         

         

        Smásöluverslun

         

        Vörður

        68,4

         

        Fjarðarkaup

        91,3 

        TM

        68,0

         

        ÁTVR

        73,1 

        VÍS

        63,7

         

        Nettó

        69,2 

        Sjóvá

        59,2

         

        Krónan

        65,7 

         

         

         

        BYKO

        64,6 

        Raforkusölur

         

         

        Hagkaup

        62,8 

        HS orka

        69,8

         

        Bónus

        60,5 

        Fallorka

        68,8

         

        Húsasmiðjan

        57,7 

        Orkuveita Reykjavíkur

        67,0

         

         

         

        Orkusalan

        56,3

         

         

         

 Aðilar sem standa að Ánægjuvoginni eru Stjórnvísi, Capacent Gallup og Samtök iðnaðarins

NÝTT hjá Stjórnvísi - Stjórnunarverðlaunin 2010

Þann 4. mars nk. verða veitt Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi í fyrsta sinn. Félagar í Stjórnvísi eru hvattir til að taka þátt og tilnefna þann stjórnenda sem þeim þykir hafa skarað framúr. Verðlaunaðir verða þrír stjórnendur af þremur mismunandi sviðum stjórnunar. Stjórnvísi leitar því að stjórnanda ársins 2010 í flokki fjármála-, mannauðs- og þjónustustjórnunar. Viðkomandi stjórnandi þarf EKKI að bera starfsheitið fjármála-, mannauðs- eða þjónustustjóri.
Viðmið við tilnefningu
Að stjórnandinn hafi í starfi sínu eða einstöku verkefni sýnt af sér forystu, bæði í stjórnun og nýjum hugmyndum ásamt því að stuðla að auknum árangri í kjarnastarfsemi þess fyrirtækis eða stofnunar sem hann starfar hjá.
Stjórnandinn verður að starfa hjá aðildarfyrirtæki Stjórnvísi – sjá aðildarlista hér.
Markmið verðlaunanna er að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda sem eru aðilar að Stjórnvísi og hvetja félagsmenn til áframhaldandi faglegra starfa og árangurs.
Taktu þátt í að velja stjórnendur ársins 2010 - hér. - frestur rann út 17. febrúar 2010
Félagar eru hvattir til að taka þátt í vali verðlaunahafa og hafa þannig áhrif á niðurstöðuna. Festur til að tilnefna stjórnendur er til miðnættis þann17. febrúar nk.
Ef einhverjar spurningar vakna eða eitthvað er óljóst, þá hafið samband við Mörthu á skrifstofu Stjórnvísi sími 533 5666 eða martha@stjornvisi.is.
 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?