Fréttir og pistlar

Sigurvegarar í ánægjukönnunum

Ráðstefna á vegum Þjónustuhóps Stjórnvísi sem haldin var í HR í morgun var vel sótt.  Ragnar Þór Jónsson, forstjóri Öryggismiðstöðvarinnar sýndi fram á skýra fylgni milli ánægju viðskiptavina og starfsmanna með tölulegum upplýsingum.  Jón Þórir Frantzson forstjóri Íslenska gámafélagsins fjallaði um Græna gleði, Guðmundur Jóhann Jónsson, forstjóri Varðar tryggingar hf, fjallaði um hversu mikil vinna það er að halda sér í toppsæti og hve sigurinn er sætur, Einar S. Einarsson framkvæmdastjóri sölu-og þjónustusviðs ÁTVR ræddi um Þjónustumenningu og ánægju viðskiptavina og að lokum fór Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir lektor við HÍ á kostum þegar hún ræddi um að það væru fylgjendur sem búa til leiðtoga.  Í dag vill fólk fá mannlega leiðtoga sem er eins og ég og þú.   Glærur frá ráðstefnunni munu birtast í vef-Dropanum.

Ávinningur af áhættustýringu hjá KPMG

Ávinningur af áhættugreiningu er sá að hún auðveldar ákvarðanatöku.  Áhættumat er ekki endapunktur áhættustýringar og því þarf að endurskoða reglulega hvort uppfær þurfi matsferlið svo það eigi við hverju sinni sagði Sigurvin Bárður Sigurjónsson, sérfræðingur á fyrirtækjasviði KPMG á fundinum í morgun.  Glærur af fundinum munu birtast fljótlega í vef-Dropanum.

Glæsileg umfjöllun um Haustráðstefnu Stjórnvísi í Frjálsri verslun

Tímaritið Frjáls verslun birti í nýju tölublaði glæsilega umfjöllun um Haustráðstefnu Stjórnvísi sem haldin var á Grand hóteli 1.október síðastliðinn.  Greinina má sjá í heild sinni í vef-Dropanum
 

Ráðstefna ISO - allar glærur komnar í Vef-dropann

Hátt í hundrað manns sóttu ráðstefnuna Þekking er mesta verðmæti þjóðarinnar.  Tryggjum gæði í skólastarfinum með stjórnunarstöðlum.  Ráðstefnan var haldin þann 29.október sl. og var samstarf ISO-hóps Stjórnvísi og Endurmenntunar HÍ. 

Dr. Michael Porter í Háskólabíói mánudaginn 1.nóvember n.k.

Einstakt tækifæri til að sjá heimsþekkta fyrirlesara og sérfræðinga á sviði klasa og samkeppnishæfi á einum stað.  Undanfarna mánuði hefur farið fram viðamikil kortlagning á íslenska jarðvarmaklasanum.  Hinn heimsþekkti vísindamaður á sviði stjórnunar, Dr. Michael Porter, hefur leitt vinnuna og eru niðurstöður verkefnisins að verða ljósar.  Um þetta verkefni hefur myndast óvenju sterk samstaða og eru yfir 40 aðilar sem koma beint að verkefninu undir stjórn ráðgjafarfyrirtækisins Gekon auk fjölda annarra sem lagt hafa verkefninu lið.  Dagskrána í heild sinni má finna á heimasíðu ráðstefnunnar www.icelandgeothermal.is
 

Ráðstefna Mannauðshóps og Viðskiptadeildar HÍ

Niðurstöður sex mastersverkefna voru kynntar á ráðstefnunni.  Það vakti áhuga að mannauðsstjórar eru í auknum mæli að taka að sér önnur verkefni t.d. markaðs-og kynningarmál á meðan vísbendingar koma um að þörfin fyrir sálgæslu og félagslegan stuðning hefur aldrei verið meiri.
Kynningarefni af ráðstefnunni verður birt fljótlega í vef-Dropanum.

Á annað hundrað manns sóttu fund um sköpunargleði á vinnustað

Mikil gleði ríkti á fundi um sköpunargleði á vinnustað sem á annað hundrað manns sóttu í HR.  Fundargestir léku sér við að henda pesi í munn hvors annars og fékk sigurliðið "peskalla" að launum. Sjö frábærir fyrirlesarar fluttu erindi á fundinum og var meginþemað að lífinu skildum við lifa lifandi og stefna að því að hafa "happy hour" frá kl.08:00 - 17:00 alla virka daga í vinnunni.  Efni frá ráðstefnunni mun birtast innan tíðar í vef-Dropanum.

Fundargestir leystir út með nammi

Fundargestir á Lean-fundi um umbótastefnu hjá Nóa-Síríus voru leystir út með sælgæti og boðið var upp á ljúffengt Nóa-konfekt á fundinum.  Þórunn M. Óðinsdóttir verkefnastjóri fór yfir hvaða leið var farin í umbótastefnu Nóa-Síríus.  Eitt verkefnanna var skilvirkni í vinnurýmum og voru allir starfsmenn látnir þarfagreina vinnusvæði sitt.  Í þessum breytingum lét forstjóri taka niður veggina á sinni skrifstofu og vinnur í dag í opnu rými.  Glærur af fundinum eru komnar í vef-Dropann.

Sköpunargleði á vinnustaðnum

Fundur í samstarfi Stjórnvísi, FVH og Fagráðs verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík föstudaginn 15.október kl.15:00-17:00.  Þarna verða:  Samuel West, sálfræðingur og frumkvöðull frá Svíþjóð, Andri Heiðar Kristinsson frá Innovit, Margrét Pála Ólafsdóttir leikskólastjóri, Dóra Ísleifsdóttir frá Listaháskólanum, Ingibjörg Gréta Gísladóttir frá Hugmyndahúsinu, Gunnar Hólmasteinsson frá CLARA og Haraldur Diego frá Fagráði, viðskiptaráðgjöf.  Taktu daginn frá!

Mikil ánægja með Haustráðstefnu Stjórnvísi 2010

Mikil ánægja ríkir með Haustráðstefnu Stjórnvísi sem haldin var 1.október.  Á annað hundrað manns sóttu ráðstefnuna og hefur fjöldi manns haft samband við Stjórnvísi til að fá aðgang að glærum þeirra átta frábæru fyrirlesara sem þar fluttu framsögu.  Glærur þeirra sem gáfu leyfi til birtingar eru komnar í Vefdropann sem hefur að geyma allt efni frá fundum og ráðstefnum á vegum Stjórnvísi.

Áhugaverð grein um stjórnsýslu

Stjórnvísi vill vekja athygli á áhugaverðri grein um sérhæfða þekkingu stjórnsýslufræðinga eftir Jón Egil Unndórsson í Vefdropanum. Í greininni leitar hann svara við því hvort nám í opinberri stjórnsýslu veiti rétt til ákveðinna starfa umfram aðra menntun.   -sjá Vefdropinn - íslenskar greinar
 

Haustráðstefna Stjórnvísi

Upp úr öldudalnum.  Haustráðstefna STJÓRNVÍSI verður haldin á Grand hóteli 1.október kl.8:30 til 11:30.  Ráðstefnan ber yfirskriftina Upp úr öldudalnum.  Rætt verður um viðhorf til íslensks atvinnulífs, stöðu þess, áhugaverð sprotafyrirtæki og leiðir upp úr öldudalnum.  
Dagskrá:
Setning ráðstefnunnar: Margrét Reynisdóttir, formaður Stjórnvísi

Er lífið ljúft á botninum?  Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Heims

Tækifærin eru víða - líka í kreppu.  Símon Þorleifsson, HRV verkfræðistofunni

Af sprotum sprettur framtíð
Eyþór Ívar Jónsson, framkvæmdastjóri Klaks
Margur er knár þótt hann sé smár.  Þórður Friðjónsson, forstjóri Nasdaq OMX Kauphallarinnar á Íslandi
Viðhorf erlendra lánadrottna.  Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis
Fatahönnun blómstrar.  Ásta Kristjánsdóttir, eigandi E-Label
Kaldi varð til í kreppunni.  Hvenrig var það gerð?  Agnes Sigurðardóttir, eigandi bjórverksmiðjunnar Kalda
Hvernig kreppan lék 300 stærstu fyrirtækin - hvað nú?  Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar
Ráðstefnustjóri er Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur.  Að loknum framsögum verða umræður. 
Skráning á www.stjornvisi.is  Aðgangseyrir er enginn. 
Félagsmenn í Stjórnvísi, forráðamenn fyrirtækja og áhugamenn um stjórnun og rekstur fyrirtækja eru innilega velkomnir.

Glæsilegar móttökur í Vodafone

Stjórnvísifélagar fengu einstaklega góðar móttökur í Vodafone í morgun.  Forstjóri Vodafone Ómar Svavarsson bauð gesti velkomna og þau Hrannar Pétursson upplýsingafulltrúi  og María Rún Hafliðadóttur fræðslustjóri  fjölluðu um innleiðingu nýrra gilda. Hjá Vodafone eru gildin ekki orð upp í vegg heldur verkfæri til að nota í öllum ákvörðunartökum. Það má segja að Vodafone hafi farið frekar óhefðbundnar leiðir við að kynna nýju gildi félagsins sem eru: Speed-Simplicity-Trust eða SST.   Öllum starfsmönnum bar boðið í Óperuna þar sem nýju gildin og markmiðin með þeim voru kynnt.  Þegar starfsmenn mættu til vinnu fengu þeir video-vél og  bjuggu í hópum til myndband um nýju gildin.  Myndböndin voru sýnd á jólahátíðinni við mikinn fögnuð.  Í páskaeggjum starfsmanna voru málshættir sem tengdust gildunum. 

Nýr faghópur stofnaður um opinbera stjórnsýslu

Nýr faghópur hefur verið stofnaður um opinbera stjórnsýslu.  Markmið faghópsins er að efla fræðilega og hagnýta þekkingu á opinberri stjórnsýslu, styrkja fólk í starfi innan ríkisstofnana, sveitarfélaga og félagasamtaka, hvetja til opinskárra umræðna um opinbera stjórnsýslu og myndun tengslanets.  Nánari lýsingu á hópnum má sjá á heimasíðu Stjórnvísi undir Faghópur um opinbera stjórnsýslu.  Fyrsti fundur verður auglýstur innan skamms.

Fjárfestingarstefna Framtakssjóðs Íslands

SVÞ boðar til opins morgunarverðafundar fimmtudaginn 16.september kl.08:30 í Gullteig B, Grand Hóteli Reykjavík.  Frummælendur verða:
Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands
Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express og
Hallbjörn Karlsson fjárfestir
Allar nánari upplýsingar má sjá á www.svth@swth.is eða í síma 5113000

Faghópur um hugbúnaðarprófanir vill vekja athygli á námskeiðum

Áhugaverð námskeið eru í boði í haust hjá Endurmenntun sem við viljum vekja athygli ykkar á.
IS TQB Advanced Test Management - réttindapróf
Prófun hugbúnaðar (e.Software Testing Foundations)
ISTQB Certified International Test - réttindapróf
nánari upplýsingar eru á www.endurmenntun.is
 

Kynntist starfsemi Virk á Stjórnvísi fundi

Sigríður Indriðadóttir starfsmannastjóri Mosfellsbæjar kynntist starfsemi Virk á faghópafundi Mannauðshóps Stjórnvísi.  Í kjölfar kynningarinnar á starfsemi Virk hóf hún samstarf við þau um ýmislegt og fékk þá leiðbeiningarnar varðandi fjarvistasamtöl sem nú heita samtöl um endurkomu til vinnu.  Viðtalið má sjá í heild sinni á eftirfarandi slóð
http://virk.is/news/markviss-adstod-um-endurkomu-til-vinnu/

Áhugaverður og vel sóttur fundur hjá Umhverfis-og öryggishópnum

Það var Umhverfis-og öryggishópur sem reið á vaðið þennan veturinn og hélt sinn fyrsta fund í húsakynnum Vinnueftirlitsins í morgun.  Tvöfalt fleiri mættu en bókuðu sig og höfðu fyrirlesararnir þeir Leifur Gústafsson rekstarfræðingur og Friðrik Daníelsson efnaverkfræðingur á orði að sjaldan hefðu fleiri setið fund í þeirra húsakynnum.  Kynntu þeir félagar almennt áhættumat ásamt nýju efni sem brátt verður birt á heimasíðu Vinnueftirlitsins.  Á heimasíðu vinnueftirlitsins er dæmi um hvernig gera á áhættumat t.d fyrir skrifstofu.

Fréttir af sameiginlegum fundi forráðamanna hópa

Þann 1.september var haldinn fundur þar sem forráðamenn faghópa Stjórnvísi kynntu hvað framundan væri í starfinu í vetur.  Yfir 50 manns mættu á fundinn sem var opinn öllum félagsmönnum Stjórnvísi.  Það ríkti  mikill hugur í fahópunum sem gefur fyrirheit um áhugaverðan vetur, fjölda funda og ráðstefna. Stjórnvísi vill benda á að skoða viðburðadagatal á heimasíðu áður en fundir eru auglýstir og að Stjórnvísi er einhver hagkvæmasta og hagnýtasta símenntun sem völ er á í dag.

Markþjálfun - fyrstu fundir væntanlegir

Faghópur um Markþjálfun (e.coaching) mun funda fjórum sinnum í vetur.  Fyrsti fundur vetrarins verður haldinn hjá Expectus í október og annar fundurinn í Háskólanum í Reykjavík.   Nánari dagskrá og dagsetningar þessara funda munu birtast bráðlega.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?