Fréttir og pistlar

Innleiðing stefnu - Grein Ragnhildar Ragnarsdóttur forstöðumanns mannauðsmála hjá TM

Á hverjum fimmtudegi birtast greinar í Viðskiptablaði Mbl. skrifaðar af Stjórnvísifélögum.  Í dag birtist grein Ragnhildar Ragnarsdóttur sem ber heitið "Innleiðing stefnu".  Allar greinar eru birtar í vef-Dropanum.   Stjórn og æðstu stjórnendur taka ákvörðun um stefnu félags til lengri tíma (3 – 5 ár). Stefnan er svo útfærð fyrir hvert ár og árangursmarkmið sett. © Við innleiðingu stefnu og kynningu markmiða þarf að hafa hugfast að sýna starfsmönnum skýr tengsl á milli stefnu og daglegra starfa. © Svið og deildir þurfa að setja sér undirmarkmið út frá yfirmarkmiðum t.d. á vinnufundum. Starfsmannasamtöl eru góður vettvangur til að fara yfir það með einstökum starfsmönnum hvað hver og einn getur gert  í sínu starfi til að stuðla að því að markmið náist. Með þessu móti stefna allir í sömu átt. © Einnig þarf að huga að úrbótaverkefnum sem auka líkur á að markmið náist. Það er gott að nýta starfsmannasamtölin til að fara yfir með starfsmönnum hvað vantar upp á svo þeir og fyrirtækið nái settum markmiðum. © Gera þarf árangurinn sýnilegan og kynna reglulega fyrir starfsmönnum, s.s. á innri vef  og/eða ræða árangur á starfsmannafundum svo þeir séu upplýstir um hvernig miðar í átt að settu marki. © Hvatning er einnig nauðsynleg og mikilvægt að fagna góðum árangri. 
Ragnhildur Ragnarsdóttir, forstöðumaður mannauðsmála og innri samskipta hjá TM
 
 

Bein tenging á milli sköpunargleði og grænnar gleði hjá Íslenska gámafélaginu

Hjá Íslenska gámafélaginu er bein tenging á milli sköpunar og grænnar gleði.  Íslenska gámafélagið tók vel á móti Stjórnvísifélögum í morgun sem fengu að fara útsýnisferð um svæðið að loknum fundi.  Gildi þeirra eru GRÆN sem stendur fyrir Gleði-Reynsla-Ævintýri-Nákvæmni.  Glærur frá fundinum munu birtast í vef-Dropanum og meðfylgjandi eru myndir frá fundinum. 

Áhugasamir Stjórnvísifélagar móta stefnu félagsins

Í tilefni 25 ára afmælis Stjórnvísi fékk stjórn Stjórnvísi félagsmenn til liðs við sig við stefnumótunarvinnu og að móta framtíðarsýn.  Sams konar fyrirkomulag var notað og á Þjóðfundinum og höfðu þátttakendur gagn og gaman af.  Niðustöður stefnumótunarvinnunnar verða kynntar á fundi í lok janúarmánaðar. Meðfylgjandi eru myndir af frá stefnumótunarfundinum.
 
You are invited to view Grimms's photo album: Stefnumótun Stjórnvísisfélaga

        Stefnumótun Stjórnvísisfélaga
        Samskip, Holtagörðum - 
        Jan 20, 2011
        by Grimms 
        Stefnumótunarfundur félaga í Stjórnvísi 2011. 
        View Album 
        Play slideshow 

 
 

Mikill áhugi á stjórnendahandbókum

Vodafone tók vel á móti Stjórnvísifélögum á fundi Mannauðsstjórnunarhóps í morgun.  Fundarefnið Stjórnendahandbók - verkfærakista stjórnandans höfðaði vel til Stjórnvísifélaga því rúmlega 80 manns mættu á fundinn.   Þrír mannauðsstjórar kynntu stjórnendahandbækur fyrirtækja sinna og eru þær í dag að færast yfir í að vera stjórnendavefir.  Handbækurnar eru til að tryggjá að allir séu í takt þvert yfir fyrirtækin.  Mikilvægt er að gera þarfagreiningu á því hvað stjórenndur vilja sjá í stjórnendahandbókinni.  Efni af fundinum birtist í vef-Dropanum á heimasíðu Stjórnvísi

Pistlaskrif Stjórnvísifélaga í Viðskiptablaði Mbl. alla fimmtudaga

Margrét Reynisdóttir stjórnarformaður Stjórnvísi fjallaði um þjónustu í pistli sínum "Þjónustan ofar öllu".  Þar kemur fram mikilvægi þess að allir starfsmenn sem fyrirtæki ráða til sín eigi að vera þjónustulundaðir.  Stundum er sagt að fyrirtæki í framleiðslu þurfi ekki að hugsa um þjónustu því þau séu að framleiða og það sé nóg að sölumennirnir séu þjónustusinnaðir út á við.  Það er misskilningur.  Greinina má sjá í heild sinni í vef-Dropanum.

Strætó - nýtt Stjórnvísifyrirtæki

Stjórnvísi býður Strætó hjartanlega velkomið í hópinn. Strætó bs. hóf starfsemi hinn 1. júlí 2001 og tók við verkefnum SVR og AV. Þessi tvö fyrirtæki sinntu áður almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu; SVR í Reykjavík, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ, en AV í Hafnarfirði, Kópavogi, Garðabæ og Bessastaðahreppi.
 
Saga almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu nær aftur til ársins 1931. Það ár var fyrirtækið Strætisvagnar Reykjavíkur hf. stofnað. Fyrsta ferðin var farin 31. október það ár. Fyrstu árin var reksturinn á höndum hlutafélagsins, en árið 1944 keyptu bæjaryfirvöld í Reykjavík reksturinn.
 
Hlutverk, stefna og framtíðarsýn
 
Strætó bs. er byggðasamlag í eigu sjö sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.Meginhlutverk byggðasamlagsins er að veita almenna þjónustu á sviði almenningssamgangna, innan þess fjárhagsramma sem samlaginu er sett og nýta það fjármagn sem best til að koma til móts við óskir og væntingar viðskiptavina. Stefna byggðasamlagsins er að auka þjónustu og gæði til viðskiptavina sinna, efla almenningssamgöngur og auka hagkvæmni þeirra.
Framtíðarsýn okkar byggist á því að viðskiptavinir okkar kjósi að komast leiðar sinnar með strætó vegna þess að það sé mun hagkvæmari, umhverfisvænni og jafnvel fljótlegri kostur en að nota einkabíl.
Góða ferð með Strætó!
 

Áhugaverðir fundir í næstu dögum

18.janúar Stjórnendahandbókin - verkfærakista stjórnandans
20.janúar Þér er boðið: Félagsmenn móta stefnu Stjórnvísi
25.janúar Lean - Kynning í Össur á Value Stream Mapping kortlagningu virðisstrauma

Pósthúsið - nýtt Stjórnvísifyrirtæki

Stjórnvísi býður Pósthúsið velkomið í félagið.   Pósthúsið ehf. er öflugt dreifingarfyrirtæki á sviði blaða- og vörudreifingar.  Hjá Pósthúsinu ehf. starfa um 600 manns að uppbyggingu á fjölbreyttum og skemmtilegum vettvangi. 

Þjónustu- og dreifingarsvæði Pósthússins ehf. er fyrst og fremst stór höfuðborgarsvæðið og Akureyri  

Pósthúsið ehf. var stofnað í lok árs 2004 og hefur nú þegar byggt upp dreifikerfi fyrir blaða- og bréfasendingar sem nær til um 79.000 heimila.   Dreifing Pósthússins ehf. fer fram frá kl 01 á nóttinni til klukkan 07 á morgnana sex daga vikunnar. 

Vörudreifing er mikilvægur þáttur í starfsemi Pósthússins ehf. en fyrirtækið býður viðskiptavinum sínum sérhæfða þjónustu í vörudreifingu á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þess.   Pósthúsið ehf. hefur yfir að ráða öflugum bílaflota eða allt frá litlum skutlum upp í stærstu gerð af lyftubílum sem eru til þjónusta reiðubúnir allan sólarhringinn. 

Pósthúsið ehf. keppir að því að vera í forystu á sviði dreifingarþjónustu með því að bjóða víðtæka og áreiðanlega þjónustu á góðu verði. 

Nethönnun - nýtt Stjórnvísifyrirtæki

Stjórnvísi býður fyrirtækið Nethönnun hjartanlega velkomið í félagið.  Nethönnun býður upp á alhliða rekstur og viðhald á netbúnaði, vélbúnaði og hugbúnaði. Tæknimenn þeirra eru stöðugt á varðbergi gagnvart truflunum og bilunum.

Viðhald og rekstur net- og vélbúnaðar
Til að tryggja öruggt viðhald setjum við upp ýmsa skynjara á bæði net- og vélbúnað svo við getum brugðist við vandamálum áður en þau koma upp. Skynjararnir senda frá sér aðvörun ef ástand búnaðar er óeðlilegt og láta tæknimann vita hvernig er hægt að bæta stöðuna. Þetta tryggir í flestum tilvikum að hægt er að halda kerfum stöðugt gangandi án þess að nokkur verði var við rask.
Viðhald og rekstur hugbúnaðar
Viðhald stýrikerfa og hugbúnaðarlausna felur í sér að sjá til þess að stýrikerfi og hugbúnaðarlausnir virki eins vel og þau mögulega geta. Þetta þýðir að öryggisuppfærslur, kerfisuppfærslur og aðrar uppfærsur eru keyrðar reglulega ásamt því að vélar eru skannaðar.
Viðhald og rekstur lausna
Við sjáum um viðhald og rekstur á flestum Microsoft lausnum sem og öðrum lausnum, hvort sem um er að ræða kerfi sem við setjum upp frá grunni eða kerfi sem við önnumst með viðhaldi og rekstri fyrir viðskiptavini. Við bjóðum upp á úttekt á stöðu kerfa áður en þau eru tekin í viðhaldsþjónustu hjá okkur.

Pistlaskrif Stjórnvísifélaga í Viðskiptablaði Mbl.

Á hverjum fimmtudegi birtast pistlar sem eru skrifaðir af Stjórnvísifélögum í Viðskiptablaði Mbl.  Grein Helgu J. Oddsdóttur heitir "Nýttu þekkingu starfsfólksins til fulls.   Þar fjallar hún um að ein af helstu áskorunum stjórnenda í dag felist í því að fá starfsfólk til að hugsa út fyrir kassann, takast á við fleiri krefjandi og jafnvel framandi verkefni. Greinina í heild sinni má sjá í Vef-dropanum þar sem allar greinar eru birtar. http://stjornvisi.is/vef-dropinn/greinaraislensku/

VSI Öryggishönnun og ráðgjöf Nýtt Stjórnvísisfyrirtæki

Stjórnvísi býður fyrirtækið VSI - Öryggishönnun og ráðgjöf velkomið í Stjórnvísi. VSI hefur í tuttugu ár einbeitt sér að öryggismálum og öryggisráðgjöf. Á þeim tíma hafa þeir þjónað breiðum og fjölbreyttum hópi viðskiptavina. VSI hefur starfað fyrir fyrirtæki, stofnanir, ríki og sveitarfélög og verkefnin eru stór og sm...

Náttúrufræðistofnun - nýtt Stjórnvísifyrirtæki

Stjórnvísi býður starfsmenn Náttúrufræðistofnunar hjartanlega velkomna í Stjórnvísi.  Náttúrufræðistofnun er ríkisstofnun og heyrir til umhverfisráðuneytisins. Náttúrufræðistofnun á rætur að rekja aftur til ársins 1889 þegar Hið íslenska náttúrufræðifélag var stofnað.
Á Náttúrufræðistofnun Íslands í Garðabæ og á Akureyri starfa rúmlega 50 manns við margvíslegar rannsóknir og vöktun á náttúru landsins. Þá sinnir stofnunin ráðgjöf um landnotkun og nýtingu náttúruauðlinda sem og fræðslu til skóla og almennings.
Einstök rannsóknarverkefni á Náttúrufræðistofnun skipta tugum. Mörg eru þess eðlis að þau taka ár og áratugi eða verður jafnvel aldrei fulllokið

Gleðilegt nýtt ár!

Stjórnvísi óskar öllum félögum gleðilegs nýs árs.  Við þökkum frábært samstarf á liðnu ári og hvetjum alla til að kynna sér og taka þátt í spennandi vordagskrá félagsins.

Hreint - nýtt fyrirtæki í Stjórnvísi

Stjórnvísi býður fyrirtækið Hreint hjartanlega velkomið í Stjórnvísi.  Hreint var stofnað 12.desember 1983 og er ein elsta og stærsta ræstingarþjónusta landsins.  Hjá félaginu starfa nú 150 manns.  Aðalskrifstofan er í Kópavogi en starfssvæði fyrirtækisins er höfuðborgarsvæðið, Akureyri, Akranes, Selfoss og Hveragerði.  Þjónusta Hreint ehf. er fyrst og fremst reglulegar ræstingar fyrir fyrirtæki og stofnanir sem og sala á ýmissi tengdri vöru og þjónustu.  
Hreint ehf. er með vottun norræna umhverfismerkisins Svansins fyrir reglulegar ræstingar.  Unnið er eftir skipulögðu gæða-og umhverfisstjórnunarkerfi og er lögð áhersla á gæði í allri starfseminni til að tryggja ánægju viðskiptavina og annarra hagsmunaaðila í samræmi við gæða-og umhverfisstefnu félagsins.

Ferlar fyrirtækja sem tengjast gæðastjórnun

Gæðastjórnunarhópur hélt í morgun vel sóttan fund í Landsvirkjun sem fjallaði um mikilvægi gæðastjórnunar.  Guðmundur S. Pétursson gæðastjóri Landsvirkjunar hélt áhugaverðan fyrirlestur um ISO 9001 og sagði að staðallinn ætti við öll fyrirtæki svo framarlega sem við getum svarað því hver varan okkar er og hver er viðskiptavinurinn.  Krafa staðalsins er sú að tryggja að viðskiptavinurinn sé ánægður. Landsvirkjun hefur frá árinu 1995 skráð ferla, árið 2003 fengu þeir fyrst vottun og árið 2006 var allt fyrirtækið vottað.  EFni frá fundinum verður birt í vef-Dropanum.

Eftir hvaða kröfum er farið við stjórn fyrirtækja?

Þessi grein birtist í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í morgun.  ISO 9001 stjórnunarstaðalinn er markvisst settur fram til að uppfylla væntingar viðskiptavina. Í staðlinum er ekki verið að fara fram á flókin ferli, heldur er verið að tryggja samræmi milli þeirra gæða sem boðin eru viðskiptavinum og stjórnun fyrirtækisins. Þjálfun starfsmanna og stjórnenda er skipulögð og unnin með hliðsjón af ánægju viðskiptavina, þ.e. stuðlað er að færni með það að markmiði að starfsmenn geti uppfyllt kröfur og væntingar viðskiptavina.
Þess er einnig krafist í staðlinum að fyrirtæki hafi eftirlitskerfi sem virkar og virkt úrbótaferli. Eitt algengasta verkfæri sem notað er við eftirlit er svokallaður Deming hringur, eða gæðahringur. Hann lýsir einfaldri aðferð til að greina upplýsingar áður en ákvarðanir eru teknar. Þannig má minnka líkur á mistökum í ákvörðunum eða úrlausnum.
Þessi stutta lýsing vekur vonandi forvitni þeirra sem geta hugsað sér að ná betri árangri í rekstri fyrirtækisins og efla stjórnun. Með því að fylgja kröfum staðalsins get ég fullyrt að betri árangur næst bæði hvað varðar rekstrarafkomu og í innra starfi.
Það er því ekki að ástæðulausu að stjórnun með ISO-stöðlum er elsti af 19 faghópum innan Stjórnvísi - stærsta stjórnunarfélags á Íslandi. Hægt er að sjá greinina í fullri lengd á í vef-Dropanum. http://www.stjornvisi.is/vef-dropinn/greinaraislensku/
 
Guðmundur S. Pétursson, gæðastjóri og stjórnarmaður í Stjórnvísi.
 

Heimasíða Stjórnvísi

Stjórnvísi óskar eftir hugmyndum og tillögum frá félagsmönnum til að einfalda/breyta heimasíðunni www.stjornvisi.is   Heimasíðan er okkur mikilvæg til að auglýsa fundi, flytja fréttir, skoða efni frá fundum, skrá inn nýja félaga og skráningu á fundi svo eitthvað sé nefnt.  Við leituðm eftir aðila eða fyrirtæki sem er tilbúið til að taka þetta verkefni að sér.  Einnig óskum við eftir hugmyndum frá ykkur hvernig við getum bætt síðuna.  Að lokum viljum við hvetja ykkur til að senda inn fréttir sem eiga heima á síðunni okkar.   Ábendingar og hugmyndir óskast sendar til Gunnhildar á stjornvisi@stjornvisi.is
 

Vel sóttur VMS-töflufundur í morgun

Lean faghópurinn hélt í morgun kynningu á VMS-töflum sem eru öflugt verkefnastjórnunartól sem sprottið er úr hugmyndafræði straumlínustjórnunar. Þórunn M. Óðinsdóttir kynnti hugmyndafræði taflanna, hvaða tilgang þær hefðu og hvernig hægt væri að nota þær á ýmsa vegu, t.d. á vikulegum fundum deilda/sviða, við verkefnastýringu á stærri afmörkuðum verkefnum og einnig í ákveðnum teymum þvert á svið og deildir.  Þá væru þær gott tæki t.d. til að auka samvinnu innan deilda og bæta upplýsingaflæði innan og milli deilda. Fjöldamargar spurningar komu um notkun taflanna og sköpuðust skemmtilegar umræður um verkefnastjórnun og upplýsingaflæði almennt, sýnileika verkefna, samvinnu innan hópa, eftirfylgni með verkefnum og árangursmælingar innan deilda. Augljóst er að VMS-töflurnar og vinnulagið í kringum þær geta hjálpað mikið til við þessa þætti þó áhersla væri á að taflan sjálf gerði ekki mikið nema ef vinnulagið í kringum hana væri fullinnleitt.  Fullbókað var á kynninguna og vegna mikils áhuga verður kynningin endurtekin miðvikudaginn 1. desember.

Stofnfundur Faghóps um Sköpunargleði

Stofnfundur faghóps um Sköpunargleði var haldinn í dag.  Formaður faghópsins Haraldur Diego hélt sögustund.  Hann sagði frá því hvernig sköpunargleði leiddi til þess að tjónum á bílum Dominos fækkaði um 70%.   Markmið nýja faghópsins er að hafa gaman að því að hittast og að stuðla að því og efla sköpunargleði í vinnunni.  Sköpunargleði eykur starfsánægju og því hærri sem starfsánægja er því meiri hagnaði skila fyrirtækin sem er allra hagur.   Baldur Gísli Jónsson framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Landsbankans tók vel á móti gestum með nýbökuðu bakkelsi.  Hann kynnti ný gildi LÍ sem eru: "Við hlustum, lærum og þjónum".  LÍ fer nýjar leiðir í að kynna gildin, bæklingurinn "Heyrðu" kynnir fyrsta gildið en í honum er að finna fyrirlestraröð fyrir starfsmenn sem verður haldinn tvo fimmtudaga í mánuði fram á næsta sumar.  Fyrirlesarar í nóvember voru Þorvaldur Þorsteinsson "Hvað varstu að segja?" og Árelía Eydís Guðmundsdóttir "Eldurinn innra með: umfjöllum um hlustun eftir köllun í starfi".  Fundirnir eru haldnir á morgnana í Tjarnarbíó.

EFQM - mest notaða aðferðafræðin

EFQM  líkanið sem stendur fyrir European Foundation for Quality Management eða Evrópska gæðastjórnunarfélagið er mest notaða aðferðafræðin til að veita fyrirtækjum gæðaverðlaun bæði hérlendis sem erlendis.   Líkanið skiptist í 9 einingar, hver eining skiptist síðan upp í fleiri einingar alls 32.   Í EFQM er mannauðurinn metinn út frá 5 lykilþáttum  1) Þróun mannauðs er markviss 2) Er til skrifleg starsmannastefna sem allir starfsmenn vita af og þekkja  3)  Er til áætlun um þróun 4) Er til Jafnréttisstefna 5) Eru gerðar viðhorfskannanir?   Starfsmenn eru virkir þátttakendur og hafa umboð til athafna.  Efni Sigurjóns og Guðnýar Önnu má sjá í vef-Dropanum

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?