Vikan framundan - fjórir áhugaverðir viðburðir
- febrúar 2013 | 08:30 - 09:45
Fjárvakur - útvistun fjármálaferla
Fjármál fyrirtækja
Nauthólsvegi 52
Á þessum áhugaverða fundi mun Fjárvakur kynna útvistun fjármálaferla. Fjárvakur hefur sérhæft sig í umsjón fjármálaferla. Starfsmenn Fjárvakurs búa yfir áralangri reynslu í rekstri kerfa og framleiðslu fjárhagsupplýsinga sem uppfylla ströngustu kröfur stjórennda. Það er Halldóra Katla Guðmundsdóttir markaðs-og starfsmannastjóri Fjárvakurs sem verður með framsögu.
Kynningin verðurhaldin á Hótel Natura og eru allir hjartanlega velkomnir.
- febrúar 2013 | 12:00 - 13:00
Vertu skæruliði! - Notaðu orku og hugmyndflug í markaðsstarfi í stað peninga.
Nýsköpun
Ofanleiti 2, 103 Reykjavík
Skæruliðamarkaðssetning hentar frumkvöðlum sérstaklega vel, þar sem hún gerir ekki ráð fyrir að miklir peningar fari í markaðsstarfið - en krefst þess í stað tíma, orku og hugmyndaflugs.
Frummælandi: Þóranna K. Jónsdóttir
Í fyrirlestrinum fer Þóranna yfir helstu atriði skæruliðamarkaðssetningar skv. kenningum hugmyndasmiðs skæruliðamarkaðssetningarinnar, Jay Conrad Levinson, auk þess sem hún lumar á nokkrum skemmtilegum dæmum.
Þóranna K. Jónsdóttir starfar sem markaðsráðgjafi og leggur sérstaka áherslu á stefnumótun markaðsmála, með brandið sem kjarna markaðsstarfsins. Hún er manneskjan á bak við Markaðsmál á mannamáli, en markmið MáM er að auka markaðslega færni minni fyrirtækja til að stuðla að því að framúrskarandi vörur og þjónusta fái að blómstra. Þjálfun fer fram á netinu og hugmyndafræði skæruliðamarkaðssetningar er lögð til grundvallar. - febrúar 2013 | 08:30 - 10:00
Velferð er samfélagsverkefni - Vilborg Ingólfsdóttir Velferðarráðuneytinu
Heilbrigðissvið
Tryggvagötu 17, Hafnarhúsinu
Velferð er samfélagsverkefni
Samráð og samvinna einstaklinga, félagasamtaka, stofnana, sveitarstjórna og ráðuneyta.
Lýðræði, mannréttindi, réttlæti, jöfnuður og samábyrgð eru nokkur þeirra grunngilda sem íslensk velferð byggir á.
Á Íslandi hefur verið víðtæk sátt um að samfélagið skuli vera fyrir alla og að íbúar eigi að hafa tækifæri til að nýta hæfileika sína, taka virkan þátt í samfélaginu, búa við félagslegt öryggi og heilbrigði. Því þarf á hverjum tíma að líta á áskoranir og verkefni samfélagsins í víðu samhengi og byggja upp skilning á mikilvægi framlags hvers og eins.
Í erindinu verður fjallað um hvernig einstaklingar, félagasamtök, stofnanir, sveitarfélög og ráðuneyti eru að vinna saman að velferðinni og rætt um mögulegar leiðir til að gera enn betur.
Vilborg Ingólfsdóttir skrifstofustjóri hjá Skrifstofu gæða og forvarna hjá Velferðarráðuneytinu flytur erindið og verður það í Verinu sal Velferðarráðuneytisins. - febrúar 2013 | 08:30 - 09:50
Íslenska ánægjuvogin 2012 - Uppskeruhátíð
Veisluturninn, Smáratorgi 3, 201 Kópavogi
Íslenska ánægjuvogin er samstarfsverkefni Capacent, Samtaka iðnaðarins og Stjórnvísi.
Í tilefni af birtingu niðurstaðna Íslensku ánægjuvogarinnar fyrir árið 2012 verður efnt til morgunverðarfundar á vegum Faghóps um Gæðastjórnun hjá Stjórnvísi. Faghópurinn hefur haldið marga vel sótta fundi og öflugar ráðstefnur undanfarna vetur.
Fyrirlesarar:
Icelandair: Að fljúga betur
Guðmundur Óskarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Icelandair, fjallar um leiðir fyrirtækisins til að veita góða og örugga þjónustu á heimsmælikvarða. Icelandair var sigurvegari í flokki flugfélaga í Ánægjuvoginni árið 2011.
Framkvæmdasýsla ríkisins: Gæðastjórnunarkerfi og vottun
Halldóra Vífilsdóttir, aðstoðarforstjóri FSR, og Bergljót S. Einarsdóttir, gæðastjóri FSR, fjalla um gæðastjórnunarkerfi stofnunarinnar og ferlið í tengslum við ISO 9001 vottunina. Einnig um samþættingu gæðastjórnunarkerfisins við aðferðafræði samhæfðs árangursmats.
Jóna Karen Sverrisdóttir, verkefnastjóri Ánægjuvogarinnar hjá Capacent kynnir niðurstöður Ánægjuvogarinnar 2012
Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi veitir viðurkenningar þeim fyrirtækjum sem skoruðu hæst í rannsókn Ánægjuvogarinnar 2012
Davíð Lúðvíksson forstöðumaður stefnumótunar og nýsköpunar hjá Samtökum iðnaðarins stjórnar fundinum.
Nánari upplýsingar um Íslensku ánægjuvogina http://www.stjornvisi.is
Verð kr.3.050.- greiðist á staðnum. Ef óskað er eftir skuldfærslu þarf að koma með beiðni