- febrúar 2013 | 08:30 - 09:30
Innleiðing umfangsmikilla breytinga og algengar hindranir
Breytingastjórnun
Dunhaga 7, 107 Reykjavík
Faghópur um breytingastjórnun auglýsir sinn fyrsta viðburð þar sem viðfangsefnið er hvernig staðið var að viðamiklum en ólíkum breytingum, algengar hindranir og þann lærdóm sem draga má af breytingarferli þegar litið er til baka.
Þrír reynslumiklir fyrirlesarar munu nálgast efnið út frá ólíkum hliðum og gefa áheyrendum innsýn í krefjandi breytingaferli sem hafa átt sér stað undanfarin misseri. Björn Zoëga, forstjóri Landspítala háskólasjúkrahúss, mun fjalla um áskoranir við innleiðingu breytinga á umbrota- og niðurskurðartímum. Ingibjörg Gísladóttir, mannauðsráðgjafi hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, mun segja frá sameiningarferli grunnskóla og leikskóla í Reykjavík. Loks mun Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent hjá Háskóla Íslands, fjalla um helstu hindranir í breytingaferlum út frá fræðilegri nálgun.
Óhætt er að lofa spennandi fyrirlestri fyrir þá sem vilja fræðast um þetta áhugaverða viðfangsefni og hvetjum alla til að skrá sig til þátttöku.
Fundurinn er haldinn í Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhaga 7, - febrúar 2013 | 08:30 - 10:00
Umhverfisstjórnun hjá Icelandair Group og Icelandair Hótel Reykjavík Natura
Umhverfi og öryggi
Nauthólsvegur 52, 101 Reykjavík
Vaxandi áhugi er meðal ferðaþjónustufyrirtækja á því að bæta frammistöðu sína umhverfismálum og styrkja þannig ímynd sína og landsins sem ferðamannalands. Eitt slíkra fyrirtækja er Icelandair Group sem hafið hefur undirbúning að innleiðingu umhverfisstjórnunar innan samstæðunnar. Svala Rún Sigurðardóttir, umhverfisstjóri, mun kynna stöðu verkefnisins og næstu skref.
Icelandair Hótel Reykjavík Natura hefur markað sér umhverfisstefnu og starfar eftir alþjóðlegum staðli um umhverfisstjórnun, ISO 14001. Katelijne A. M. Beerten, gestamóttökustjóri hjá Icelandair Hótel Reykjavík Natura, mun kynna umhverfisstjórnun hjá hótelinu og hvernig til hefur tekist.
Kynningin fer fram hjá Icelandair Hótel Reykjavík Natura, Nauthólsvegi 52, 101 Reykjavík þann 26. febrúar kl. 8.30-10:00.
- febrúar 2013 | 12:00 - 13:00
Hvernig á að tala við fjárfesta? Pottþétt ráð til undirbúnings!
Nýsköpun
Nýsköpunarhádegi Klaks, þriðjudaginn 26. febrúar kl. 12:00-13:00
Hvernig á að tala við fjárfesta?
Pottþétt ráð til undirbúnings! Hvernig ber að fjármagna fyrstu skrefin og hvað tekur við?
Þessum spurningum og mörgum öðrum verður svarað á Nýsköpunarhádegi Klaks, þriðjudaginn 26. febrúar.
Fjallað verður um hvað atriði það eru sem fjárfestar vilja fá upplýsingar um og hvernig best er að undirbúa kynningu á viðskiptahugmynd fyrir fjárfesti. Þá verður fjallað um fjármögnun fyrirtækja á ólíkum stigum og sagt frá styrkjum og stuðningsverkefnum sem eru í boði fyrir fyrirtæki... á frumstigi.
Frummælendur:
Hekla Arnardóttir, fjárfestingastjóri hjá NSA
Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir, sérfræðingur nýsköpunarþjónustu Landsbankans
Nýsköpunarhádegi Klaks er haldið í hádeginu á hverjum þriðjudegi í O2 húsinu. Nýsköpunarhádegi Klaks er samstarfsverkefni Klak - Nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins, Landsbankans, Stjórnvísi, Samtaka iðnaðarins, og Viðskiptablaðsins.
Staður: Ofanleiti 2, stofa 201
Allir velkomnir! - febrúar 2013 | 08:15 - 10:00
Vinnustofa Stjórnvísi: Hvað virkar í stefnumótun?
Stefnumótun og Balanced Scorecard
Dunhaga 7, 107 Reykjavík
Vinnustofa byggð á reynslu þátttakenda um þær aðferðir við mótun stefnu og framkvæmd hennar sem hafa reynst best. Byrjað verður á stuttum inngangi Dr. Runólfs Smára Steinþórssonar prófessors við Háskóla Íslands en síðan taka við umræður þátttakenda byggðar á hagnýtri reynslu þeirra úr atvinnulífinu.
Vinnustofan verður haldin miðvikudaginn 27. febrúar 2013 kl. 8:15 - 10:00 í Endurmenntun HÍ.
Síðar verður boðið upp á tvær vinnustofur til viðbótar. 13. mars verður fjallað um hvaða árangursmælingar skipta mestu máli fyrir fyrirtæki og stofnanir og 3. apríl verður rætt um árangursríkustu leiðirnar til að innleiða umbótaverkefni. Vinnustofurnar þrjár tengjast en ekki er skilyrði að sækja þær allar.
Faghópur Stjórnvísi um stefnumótun stendur fyrir vinnustofunum í samvinnu við Rannsóknarmiðstöð stefnu og samkeppnishæfni í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
- febrúar 2013 | 17:00 - 18:30
Á Mannamóti í febrúar verður fjallað um Bjórskóla Ölgerðinnar og Tjarnargötuna.
Mýrargötu 2, 101 Reykjavík
Á Mannamóti í febrúar munum við heyra frá Óla Rúnari Jónssyni vörumerkjastjóra Ölgerðarinnar og Einari Ben einn stofnanda Tjarnargötunnar. Óli mun fjalla um hugmyndina á bakvið Bjórskóla Ölgerðarinnar og hvernig hann hefur þróast, en Bjórskólinn hefur notið gífurlega vinsælda og nær námsefnið allt frá sögu bjórsins, bruggferlinu og ólíkum bjórtegundum til eiginleika bjórsins og bjórmenningar á Íslandi. Einar Ben stofnaði Tjarnargötuna árið 2011 ásamt félaga sínum Arnari, en þeir þekkja nýmiðla eins og lófana á sér og eru sérstaklega lunknir í samfélagsmiðlum og notendadreifingu markaðsefnis. Vinnuspeki þeirra endurspeglast í að laða notandann að skilaboðunum, en ekki að ýta skilaboðunum til notandans. Einar mun ræða um mikilvægi efnisinntaka og notendadreifingu markaðsefnis.
Hvar: Marina, Mýrargata 2, 101 Reykjavík
Hvenær: Síðasta miðvikudag í mánuði
Tími: kl.17-18.30