Vikan framundan - fimm áhugaverðir viðburðir

  1. febrúar 2013 | 08:30 - 09:30
    Innleiðing umfangsmikilla breytinga og algengar hindranir
    • Breytingastjórnun
    Dunhaga 7, 107 Reykjavík
    Faghópur um breytingastjórnun auglýsir sinn fyrsta viðburð þar sem viðfangsefnið er hvernig staðið var að viðamiklum en ólíkum breytingum, algengar hindranir og þann lærdóm sem draga má af breytingarferli þegar litið er til baka.
    Þrír reynslumiklir fyrirlesarar munu nálgast efnið út frá ólíkum hliðum og gefa áheyrendum innsýn í krefjandi breytingaferli sem hafa átt sér stað undanfarin misseri. Björn Zoëga, forstjóri Landspítala háskólasjúkrahúss, mun fjalla um áskoranir við innleiðingu breytinga á umbrota- og niðurskurðartímum. Ingibjörg Gísladóttir, mannauðsráðgjafi hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, mun segja frá sameiningarferli grunnskóla og leikskóla í Reykjavík. Loks mun Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent hjá Háskóla Íslands, fjalla um helstu hindranir í breytingaferlum út frá fræðilegri nálgun.
    Óhætt er að lofa spennandi fyrirlestri fyrir þá sem vilja fræðast um þetta áhugaverða viðfangsefni og hvetjum alla til að skrá sig til þátttöku.
    Fundurinn er haldinn í Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhaga 7,
  2. febrúar 2013 | 08:30 - 10:00
    Umhverfisstjórnun hjá Icelandair Group og Icelandair Hótel Reykjavík Natura
    • Umhverfi og öryggi
    Nauthólsvegur 52, 101 Reykjavík

Vaxandi áhugi er meðal ferðaþjónustufyrirtækja á því að bæta frammistöðu sína umhverfismálum og styrkja þannig ímynd sína og landsins sem ferðamannalands. Eitt slíkra fyrirtækja er Icelandair Group sem hafið hefur undirbúning að innleiðingu umhverfisstjórnunar innan samstæðunnar. Svala Rún Sigurðardóttir, umhverfisstjóri, mun kynna stöðu verkefnisins og næstu skref.

Icelandair Hótel Reykjavík Natura hefur markað sér umhverfisstefnu og starfar eftir alþjóðlegum staðli um umhverfisstjórnun, ISO 14001. Katelijne A. M. Beerten, gestamóttökustjóri hjá Icelandair Hótel Reykjavík Natura, mun kynna umhverfisstjórnun hjá hótelinu og hvernig til hefur tekist.
Kynningin fer fram hjá Icelandair Hótel Reykjavík Natura, Nauthólsvegi 52, 101 Reykjavík þann 26. febrúar kl. 8.30-10:00.

  1. febrúar 2013 | 12:00 - 13:00
    Hvernig á að tala við fjárfesta? Pottþétt ráð til undirbúnings!
    • Nýsköpun
    Nýsköpunarhádegi Klaks, þriðjudaginn 26. febrúar kl. 12:00-13:00
    Hvernig á að tala við fjárfesta?
    Pottþétt ráð til undirbúnings! Hvernig ber að fjármagna fyrstu skrefin og hvað tekur við?
    Þessum spurningum og mörgum öðrum verður svarað á Nýsköpunarhádegi Klaks, þriðjudaginn 26. febrúar.
    Fjallað verður um hvað atriði það eru sem fjárfestar vilja fá upplýsingar um og hvernig best er að undirbúa kynningu á viðskiptahugmynd fyrir fjárfesti. Þá verður fjallað um fjármögnun fyrirtækja á ólíkum stigum og sagt frá styrkjum og stuðningsverkefnum sem eru í boði fyrir fyrirtæki... á frumstigi.
    Frummælendur:
    Hekla Arnardóttir, fjárfestingastjóri hjá NSA
    Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir, sérfræðingur nýsköpunarþjónustu Landsbankans
    Nýsköpunarhádegi Klaks er haldið í hádeginu á hverjum þriðjudegi í O2 húsinu. Nýsköpunarhádegi Klaks er samstarfsverkefni Klak - Nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins, Landsbankans, Stjórnvísi, Samtaka iðnaðarins, og Viðskiptablaðsins.
    Staður: Ofanleiti 2, stofa 201
    Allir velkomnir!
  2. febrúar 2013 | 08:15 - 10:00
    Vinnustofa Stjórnvísi: Hvað virkar í stefnumótun?
    • Stefnumótun og Balanced Scorecard
    Dunhaga 7, 107 Reykjavík
    Vinnustofa byggð á reynslu þátttakenda um þær aðferðir við mótun stefnu og framkvæmd hennar sem hafa reynst best. Byrjað verður á stuttum inngangi Dr. Runólfs Smára Steinþórssonar prófessors við Háskóla Íslands en síðan taka við umræður þátttakenda byggðar á hagnýtri reynslu þeirra úr atvinnulífinu.
    Vinnustofan verður haldin miðvikudaginn 27. febrúar 2013 kl. 8:15 - 10:00 í Endurmenntun HÍ.

Síðar verður boðið upp á tvær vinnustofur til viðbótar. 13. mars verður fjallað um hvaða árangursmælingar skipta mestu máli fyrir fyrirtæki og stofnanir og 3. apríl verður rætt um árangursríkustu leiðirnar til að innleiða umbótaverkefni. Vinnustofurnar þrjár tengjast en ekki er skilyrði að sækja þær allar.
Faghópur Stjórnvísi um stefnumótun stendur fyrir vinnustofunum í samvinnu við Rannsóknarmiðstöð stefnu og samkeppnishæfni í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

  1. febrúar 2013 | 17:00 - 18:30
    Á Mannamóti í febrúar verður fjallað um Bjórskóla Ölgerðinnar og Tjarnargötuna.
    Mýrargötu 2, 101 Reykjavík
    Á Mannamóti í febrúar munum við heyra frá Óla Rúnari Jónssyni vörumerkjastjóra Ölgerðarinnar og Einari Ben einn stofnanda Tjarnargötunnar. Óli mun fjalla um hugmyndina á bakvið Bjórskóla Ölgerðarinnar og hvernig hann hefur þróast, en Bjórskólinn hefur notið gífurlega vinsælda og nær námsefnið allt frá sögu bjórsins, bruggferlinu og ólíkum bjórtegundum til eiginleika bjórsins og bjórmenningar á Íslandi. Einar Ben stofnaði Tjarnargötuna árið 2011 ásamt félaga sínum Arnari, en þeir þekkja nýmiðla eins og lófana á sér og eru sérstaklega lunknir í samfélagsmiðlum og notendadreifingu markaðsefnis. Vinnuspeki þeirra endurspeglast í að laða notandann að skilaboðunum, en ekki að ýta skilaboðunum til notandans. Einar mun ræða um mikilvægi efnisinntaka og notendadreifingu markaðsefnis.
    Hvar: Marina, Mýrargata 2, 101 Reykjavík
    Hvenær: Síðasta miðvikudag í mánuði
    Tími: kl.17-18.30

Fleiri fréttir og pistlar

Diversity and Inclusion in the Workplace: Disability Inclusion

Join us for an insightful panel discussion on Disability Inclusion, ahead of the International Day of Persons with Disabilities. We will explore the challenges and systemic barriers faced by people with disabilities, and the collective action needed to dismantle them, while identifying opportunities and solutions for creating truly inclusive and equitable spaces—both in the workplace and society at large. We will cover key areas such as:

Faghópur Öryggishóps Stjórnvísi vekur athygli á viðburði

Sjóvá býður til morgunverðarfundar um heita vinnu á Hótel Reykjavík Natura 20. nóvember kl. 9-11 🔥
Morgunverður í boði frá kl. 8:30.

Síðustu misseri hafa komið upp alvarlegir brunar bæði hér á landi og erlendis á bygginga- og framkvæmdasvæðum. Því miður eru brunar tengdir logavinnu of algengir og því vert að spyrja hvort eitthvað megi betur fara í þeim efnum? 

Við fáum til liðs við okkur sérfræðinga á sviði bruna- og tryggingamála sem verða með áhugaverð erindi um málefnið, sjá nánari upplýsingar í meðfylgjandi auglýsingu.

Það gleður okkur sérstaklega að fá Piu Ljunggren, sérfræðing hjá Brandskyddsföreningen (Eldvarnaeftirlitinu í Svíþjóð) til liðs við okkur en hún verður með spennandi erindi um þeirra reynslu.

Brandskyddsföreningen býður upp á þjálfun og vottun fyrir aðila sem fást við heita vinnu á fimm tungumálum víðs vegar um Svíþjóð og hefur þetta fyrirkomulag verið þar við lýði í yfir þrjá áratugi, eða allt frá árinu 1990.

Áhugasöm eru vinsamlega beðin um að skrá mætingu með því að smella á eftirfarandi tengil: Morgunfundur um heita vinnu - Sjóvá

Takmarkaður sætafjöldi, hlökkum til að sjá þig!

 

 

Certificate in Diversity Equity and Inclusion (DEI) from Institute of Sustainability Studies

Explore how to integrate DEI into your organisation’s sustainability efforts. Enroll today to acquire data-driven strategies to enhance decision-making and foster an inclusive, equitable, and sustainable business.

Participants will gain a deep understanding of DEI strategies, data-driven approaches, and effective communication techniques. By mastering these skills, organisations can enhance employee engagement, drive innovation, and ensure long-term success. 

Það var vel tekið á móti Stjórnvísifélögum í Starfsafli í morgun í Húsi Atvinnulífsins

Stjórnvísifélagar heimsóttu í dag Starfsafl í Húsi Atvinnulífsins. Það var framkvæmdastjóri Starfsafls Lísbet Einarsdóttir sem tók vel á móti félögum. Í dag eru 2000 fyrirtæki með aðild að SA, 80% fyrirtækjanna eru með 50 starfsmenn eða færri.  Árið 2023 fóru 452 milljónir í styrki til fyrirtækja og einstaklinga. Sjö fræðslusjóðir reka saman vefgáttina Áttan. Með launatengdum gjödum er greitt í sjóðina.  Stéttafélögin afhenda til eindtaklinga og Starfsafl til fyrirtækja.  Öll fyrirtæki eiga rétt á allt að 3milljóna á ári.  Fyrirtæki eiga að styrkja starfsmenn líka til náms.  Lísbet tók dæmi um ávöxtun  hjá fyrirtæki. Fyrirtækið greiddi í iðgjöld 1.276.384 og fékk greidda styrki að upphæð 2.330.60.-  82,5%  ávöxtun. Sum fyrirtæki taka aldrei neitt út úr sjóðnum heldur greiða sjálf alla fræðslu. Væntanlega þekkja mörg fyrirtæki ekki til Starfsafls.  Í fræðslustefnu fyrirtækja  er mikilvægt að komi fram að fyrirtækið greiði fyrir sitt starfsfólk alla starfstengda fræðslu sem haldin er að frumkvæði fyrirtækisins.  Hægt er að óska eftir styrk eða greiðslu vegna eftirfarandi: Náms sem tengist starfstengdum réttindum, s.s. vinnuvéla-og meirapróf, náms sem tengist viðhaldi og endurnýjun á starfstengdum réttindum, námi í íslensku fyrir starfsfólk af erlendum uppruna, annað starfstengt nám sem sýnt er að þörf sé á.  Starfsfólk sem verið hefur í starfi lengur en 12 mánuði getur óskað eftir styrk vegna starfstengts náms sem stundað er utan vinnu en getur talist til starfsþróunar. 

Mikilvægt er að fara í fræðslugreiningu, hvað vantar okkur? Greina núverandi þarfir, horfa til framtíðar, kanna vilja og þarfir stjórnenda og starfsfólks, hver er óska staðan og hvernig komumst við þangað?

Skv. Cranet á starfsmaðurinn oftast frumkvæði að þeirra fræðslu sem er nauðsynleg. Fyrirtæki þurfa að huga að því hvaða fræðslu þurfi til að fyrirtækið sé starfshæft í framtíðinni og hvaða endurmenntun er nauðsynleg t.d. til að endurnýja og viðhalda réttindum. Huga þarf einnig að störfum morgundagsins og hafa fræðslu í takt við það. Atvinnurekandinn ber ábyrgð á vinnuvernd andlegri og líkamlegri.  Öryggis- og brunavarnir eru mikilvægar, fagtengd fræðsla, starfstengd fræðsla, stjórnun/ liðsheild, samskipti, inngilding, einelti á vinnstað o.fl.

Í fræðsluáætlun þarf að forgagnsraða þörfumm, finna hentuga fræðslu og fræðsluleiðir, setja upp áætlun með kostnaði og styrkjum og skilgreina verkferla.  Fyrirtæki eiga að athuga með hvað fer á bókhaldslykilinn ”fræðsla” og fá bókarann eða þann sem er ábyrgur til að sækja um styrki.  

 

 

 

Gervigreind og stefnumótun - “Frá óvissu til árangurs - Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir”

Faghópur um stefnumótun og árangursmat hélt í morgun áhugaverðan fund í Innovation House. Á fundinum fjallaði Þorsteinn Siglaugsson um röklegt umbótaferli og las valda kafla úr bók sinni „Frá óvissu til árangurs: Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir“ sem er nýkomin út á vegum Mjaldurs útgáfu. Þorsteinn er vottaður sérfræðingur í röklegu umbótaferli og hefur um árabil starfað við ráðgjöf og þjálfun stjórnenda og sérfræðinga í aðferðafræðinni, sem á rætur að rekja til Dr. Eliyahu M. Goldratt höfundar metsölubókarinnar „The Goal“ sem haft hefur mikil áhrif á stjórnun fyrirtækja allt frá því á níunda áratug síðustu aldar. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?