Faghópar Stjórnvísi um gæðastjórnun og um ISO staðla í samstarfi við Félag gæðastjóra í opinberri stjórnsýslu héldu einstaklega áhugaverða ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík í gær. Reynir Kristjánsson, formaður félags gæðastjóra í opinberri stjórnsýslu setti ráðstefnuna og síðan kom hver frábæri fyrirlesarinn á fætur öðrum; Páll Jensson, prófessor við HR, Ína Björg Hjámarsdóttir, gæðastjóri Blóðbankans, Jónas Sverrisson, framkvæmdastjóri upplýsinga-og tæknisviðs Íbúðalánasjóðs, Garðar Vilhjálmsson, gæðastjóri Menntaskólans í Kópavogi og Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands.
Ráðstefnan var svo áhugaverð og skemmtileg að henni lauk ekki fyrr en klukkan var að nálgast tólf. Meðal þess sem kom fram hjá fyrirlesurum var að gott gæðakerfi tryggir betri rekstur, það er mikill ávinningur af þvi að vinna skipulega og samkvæmt gögnum. Þegar farið er út í vottun er nauðsynlegt að fá tilboð frá nokkrum vottunaraðilum, hagur af innleiðingu ISO er regluleg þjálfun, árvekni starfsmanna og fleiri ábendingar um veikleika. Fyrirtæki og stofnanir fara út í vottun af þremur ástæðum a)innri ákvörðun 2)markaðsákvörðun 3)til að uppfylla lög og reglugerðir.
Efni frá ráðstefnunni má nálgast á innrivef Stjórnvís ásamt myndum.
https://www.facebook.com/media/set/?set=a.626959364038684.1073741897.110576835676942&type=3&uploaded=46