Faghópur um breytingastjórnun hélt sinn fyrsta viðburð í morgun í Endurmenntun HÍ þar sem mikill fjöldi mætti til að hlýða á þrjá reynslumikla fyrirlesara fjalla um innleiðingu umfangsmikilla breytinga og algengar hindranir. Gíja Finnsdóttir formaður faghópsins stjórnaði fundinum af miklum glæsibrag og boðið var upp á kaffi, ávexti og nýbakaðar kleinur í tilefni dagsins.
Björn Zoega, forstjóri LSH: Erlendis finnst spítölum erfitt að skera niður um 2%, á Íslandi er verið að skera niður um 7-10%. Þegar Björn hóf störf á LSH voru 340 stjórnendur en eru nú 178. Á sama tíma hefur starfsmönnum fækkað úr 5218 í 4621 og dagvinnustöðugildum úr 3843 í 3516. Rannsóknum fækkað um 19%, rúmum um 90, yfirvinnu um 27%, hitunarkostnaður um 15%, rafmagn 10%, pappír 33%, blekhylki 30% og heildarlaunakostnaður um 973millj. á milli ára. LSH stefnir á að hafa „Öryggi á heilanum“ . Spítalasýkingar eru komanar niður í 5,7% en eru 10% á hinum norðurlöndunum. Nýverið hóf LSH innleiðingu á Lean. Þjálfarar eru núna 15. Vilja breyta menningu minnka kostnað eða sóun, hafa gæðaeftirlit byggt á „real time“ ekki gömum tölum og að stjórnendur séu á staðnum. Í sept. 2011 voru haldnir 46 starfsmannafundir og fengu þau fjölda tillagna frá starfsmönnum. Líðan starfsfólks er mæld reglulega og hefur upplifað álag ekki aukist undanfarin ár.
Ingibjörg Gísladóttir, mannauðsráðgjafi hjá skóla-og frístundasviði Reykjavíkurborgar sagði að það sem hefði gagnast vel í öllum þeim breytingum sem hafa verið í sameiningu leikskóla og grunnskóla væri að kanna hjá starfsmönnum: Hvaða menningn og siðir eru til staðar? Hvaða menningu viltu halda í?
En hvernig var sameiningin undirbúin? Notast var við aðferðir verkefnastjórnunar, stuðst var við góðan bækling um sameiningu ríkisstofna. Fjölmiðlaumfjöllunin var neiðkvæð og mikið um kærumál. Haldnir voru 62 fundir með 1800 starfsmönnum og bárust 3800 tillögur. Í þessum breytingum urðu 24 leikskólar að 11, engum húsum var lokað en í stað þess að hver og einn leikskóli hefði einn leikskólasjórar urðu hver og einn leikskólastjóri með 2 til 3. Uppsagnir urðu því hjá skólastjórum og aðstoðarskólastjórum. Í jan2012 tóku við nýir skólastjórar og sameinaðir skólar tóku til starfa. Skólastjórar lögðu fram nýtt skipurit. Þegar skipuritið var samþykkt tóku stýrihópar við störfum. Allan tímann var starsfólk upplýst um hvað væri í gangi. Tengdu saman stefnumótun og breytingar. Settu upp forgangsröðun og eftirfylgni. Þá var farin sú leið að búa til neyðarástandsáætlun í byrjun. Starfsfólki var boðið að koma á fundi þar sem deildir voru saman, starfsfólk kom með tillögur. Þessi aðgerð að segja upp stjórnanda og síðan sæki hann aftur um það hefur áhrif á tryggð. Í breytingum kemst hreyfing á margt og markmiðð að nýta það besta frá báðum. Sameiningarvinnu er ekki lokið því eftirfylgni þarf að eiga sér stað. Vita ekki enn hversu mikill sparnaður hefur hlotist af þessu öllu.
Gylfi Dalmenn Aðalsteinsson: Það er gríðarleg áskorun fyrir stjórnendur að taka þátt í breytingum og þá aðallega tímapressan. Íslendingar eru ekki hrifnir af tímapressu. LHS er með hagræðingar en hvað er Reykjavíkurborg að gera eru það sókn eða hagræðing. Allir stjórnendur Íslandsbanka lásu „Managing Transitions : Making the Most of Change e.“William Bridges“ frábært bók fyrir stjórenndur að lesa. Það sem var áður verður ekki lengur, Hvað breytist? Missir/söknuðuru, Hlutlausa tímabilið, nýtt ástand. William Bridges, segir að við erum að enda eitthvað gamalt og byrja eitthað nýtt. . Stundum gleymist að vinna með starfsfólkiinu. Oft gerist það að framleiðni minnkar, los kemst á og þá spretta upp erkitýpur starfsmanna en headhunterarnir fara líka á skjá. Passa þarf upp á að að fylgjast mjög vel með og nýta sér þá sem eru fylgjendur en ekki síst þá sem eru ekki fylgjandi þeim. Kotter er frábær með sitt átta þrepa líkan. Stjórnendur ættu að nýta sér Kotter. Til er orðiðn slatti af rannsóknum. . Nota þjóðfundarform á vinnustofum. Búa til gildi í leiðinnni um leiðog svót greiningi er gerð. Vala Magnúsdóttir, gerði frábær ritgerð sem er á Skemmunni.
Niðurstöðurnar hennar eru: 1.skipa verkefnastjóra og /eða breytingastjóra sem heldur utan um verkefnið 2. Mynda bandalag, fá fólk í lið með sér - að selja breytingarnar og skapa liðsheild - samvinnu.