Umhverfis- og auðlindaráðuneytið mótar stefnu og umgjörð um umhverfisvernd og sjálfbæra nýtingu náttúrugæða með velferð og jafnrétti kynslóðanna að leiðarljósi.
Framtíðarsýn
Að á Íslandi ríki almennur skilningur og samstaða um mikilvægi sjálfbærni á öllum sviðum.
Meginmarkmið
Að vönduð stjórnsýsla og fagleg vinnubrögð einkenni starfsemi ráðuneytisins og skapi grundvöll gagnsæis og trausts. Lögð er áhersla á:
Skýr markmið og mælanleg viðmið í starfsemi og viðfangsefnum
Þekkingargrunn fyrir ákvarðanatöku og nýta markvisst þá þekkingu sem liggur fyrir í ráðuneytinu og stofnunum þess
Skýr skilaboð og upplýsingamiðlun bæði inn á við og gagnvart hagsmunaaðilum
Að almennur skilningur og samstaða ríki í samfélaginu um mikilvægi sjálfbærni á öllum sviðum. Lögð er áhersla á:
Forystu um upplýsta umræðu um umhverfis- og náttúruverndarmál og nýtingu auðlinda
Almenna þátttöku og aðkomu hagsmunaaðila að málefnum ráðuneytisins
Fræðslu og miðlun upplýsinga um viðfangsefni ráðuneytisins
Að vaxandi kröfum um umhverfisvernd og sjálfbærni verði mætt með því að efla stefnumótun og áætlanagerð. Lögð er áhersla á:
Aðferðafræði sjálfbærrar þróunar
Viðmið um sjálfbæra nýtingu náttúrauðlinda
Stefnumiðaða forgangsröðun og tímasetningu verkefna
Rannsóknir, vöktun, úttektir og stöðumat