Jón Halldórsson framkvæmstjóri sölusviðs Olís bauð Stjórnvísifélaga velkomna í glæsileg húsarkynni eins elsta starfandi félags landsins Olís sem var stofnað 1927. Það kom mörgum á óvart að Olís er ekki eingöngu í orkusölu, þeir selja mikið til útgerðarinnar í landinu og reka verslunina Ellingsen og fyrirtækið Hátækni.
Jóhann Örn Ólafsson kynningarstjóri Bylgjunnar sagði okkur frá því að Bylgjulestin er búin að vera að ferðast um landi með það að markmiði að kynna hátíðir bæjarfélaganna. Bylgjan og Olís voru núna í sumar að fara fjórða árið í röð í sumarsamstarf. Sveppi sem er vinsælasta barnastjarna landsins var verður andlit Olís í þessum leik næstu tvö árin. Hemmi Gunn og Svansý eru á vaktinni á laugardögum á Bylgjunni og kynna gluggaleikinn sem felst í því að bæjarbúar setja Bylgjumiða í gluggann hjá sér þar sem Bylgjulestin er stödd og Svansý fer síðan og velur hús með miða. Bylgjan hefur merkt að hlustun hafi haldist stöðug og góð (mælingar frá Capacent) frá því sumarleikurinn með Olís hófst en hlustun átti það til að detta niður á sumrin.
Sigurður Pálsson (Diddi) forstöðumaður markaðssviðs Olís kynnti að í 18 ár hefur Olís verið með sumarleiki fyrir börn. Sumarleikurinn hófst með því að gefin var út bók fyrir krakka um hann Olla og í þeirri bók var einfaldur stimpilleikur. Stimpilleikurinn hefur breyst á þessum 18 árum og þróast. Vinningarnir eru núna hluti af vöruúrvali og hefur einfaldast mjög mikið. Leikurinn höfðar til fólks á öllum aldri því vikulega eru dregnar út úttektir á eldsneyti, vildarpunktar o.fl.
Áskorun Olís með tryggðarleiknum felst í að sannfæra viðskiptavininn um að koma inn á sínar stöðvar og það hefur tekist. Á þessu ári var skilað inn 20þús.fullstimpluðum kortum og afhentir 175.000þús. stimpilvinningar. Viðskiptavinir Olis eru þeir ánægðustu af Olíufélögunum þar sem boðið er upp á þjónustu skv. Íslensku ánægjuvoginni.
Myndir af fundinum: http://www.facebook.com/media/set/?set=a.215976691803622.54548.110576835676942&type=3