Strategia er ráðgjafafyrirtæki með býður upp á fjölbreytta þjónustu. Hjá fyrirtækinu starfa reynslumiklir starfsmenn:
Guðrún Ragnarsdóttir hefur víðtæka reynslu af stefnumótun, innleiðingu stefnu og stjórnun breytinga hjá mörgum af þekktustu fyrirtækjum landsins. Guðrún hefur einnig talsverða reynslu úr opinbera geiranum þar sem hún starfaði m.a. sem forstöðumaður í tæp 5 ár og þekkir því bæði til þarfa fyrirtækja og stofnanna. Guðrún hefur starfað bæði sem stjórnandi og verkefnisstjóri í stærri og minni einingum. Guðrún situr í ýmsum stjórnum ýmissa einka- og opinberra fyrirtækja. Loks má nefna að Guðrún var formaður Stjórnvísi á fyrstu árum þess félags en forveri þess var Gæðastjórnunarfélag Íslands. Sjá nánar á LinkedIn.
netfang: gudrun@strategia.is símanúmer: 770-4121
Hlín Hákonaróttir hefur frá árinu 1996 starfað á alþjóðlegum fjármálamarkaði og hin síðari ár sem lögmaður stjórna (Company Secretary) ásamt almennum lögmannsstörfum fyrir fyrirtæki og fjárfesta. Hún hefur annast lögfræðilega ráðgjöf við alþjóðlega samningagerð, skráningu á markað, fjármögnun, yfirtökur og samruna - ásamt innleiðingu á ýmsum skilmálum, lögum og reglum í starfsemi fyrirtækja og stjórna. Helga Hlín er hérðasdómslögmaður með próf í verðbréfaviðskiptum og hefur starfað í stjórnum um árabil, m.a. við innleiðingu góðra stjórnarhátta. Sjá nánar á LinkedIn.
netfang: helga@strategia.is símanúmer: 662-0100
Svava Bjarnadóttir þekkir vel til allra innviða fyrirtækja eftir að hafa starfað í áratugi sem fjármála- og starfsmannastjóri. Svava hefur mikla reynslu af stefnumótun, innleiðingu stefnu og sameiningu fyrirtækja. Svava hefur starfað bæði sem stjórnandi og verkefnisstjóri og þekkir því vel til þeirra hlutverka. Svava er markþjálfi og sérhæfir sig í stjórnendaþjálfun fyrir æðstu stjórnendur. Svava situr í ýmsum stjórnum og hefur lagt sitt að mörkum í að efla góða stjórnarhætti fyrirtækja. Sjá nánar á LinkedIn.
netfang; svava@strategia.is símanúmer: 698-9989