Til að tilnefna smellið hér
Óskað er eftir tilnefningum til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2011. Forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson mun afhenda verðlaunin þann 17.mars nk. í Veisluturninum Kópavogi kl.16:00-18:00. Frestur til að tilnefna rennur út í lok þessarar viku.
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi voru veitt í fyrsta sinn í mars 2010. Þá var leitað eftir stjórnendum á mannauðssviði, fjármálasviði og þjónustusviði. .
Stjórnvísi leitar að stjórnanda ársins 2011 á sviði fjámálastjórnunar, gæðastjórnunar og markaðsstjórnunar. Stjórnvísifélagar eru hvattir til að taka þátt með því að tilnefna og rökstyðja þann stjórnanda sem þeim þykir hafa skarað framúr. Viðkomandi stjórnandi þarf ekki endilega að bera starfsheitið fjármálastjóri, gæðastjóri eða markaðsstjóri.
Viðmið við tilnefningu
Að stjórnandinn hafi í starfi sínu eða einstöku verkefni sýnt af sér forystu, bæði í stjórnun og nýjum hugmyndum ásamt því að stuðla að auknum árangri í kjarnastarfsemi þess fyrirtækis eða stofnunar sem hann starfar hjá.
Stjórnandinn verður að starfa hjá aðildarfyrirtæki Stjórnvísi â“ sjá aðildarlista hér.
Markmið verðlaunanna er að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda sem eru aðilar að Stjórnvísi og hvetja félagsmenn til áframhaldandi faglegra starfa og árangurs.
Dómnefnd
Agnes Gunnarsdóttir markaðs- og þjónustustjóri Íslenska gámafélagsins
Ásta Bjarnadóttir, forstöðumaður Háskóla Íslands
Bára Sigurðardóttir formaður dómnefndar, situr í stjórn Stjórnvísi og mannauðsstjóri hjá Termu
Helgi Þór Ingason, Orkuveitu Reykjavíkur
Hjörleifur Pálsson, fjármálastjóri Össurar
Ingvi Elliðason forstjóri Capacen
Jón Snorri Snorrason lektor við Háskóla Íslands
Nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi er að finna á heimasíðu félagsins stjornvisi@stjornvisi.is