Sanitas heildverslun ehf. kt. 411210-0650 var stofnuð 2010 en reksturinn hófst í apríl 2011.
Eigendur félagsins eru tveir, Andrea Rafnar kt. 100960-3629 og Friðfinnur Magnússon kt. 081073-4309 og eiga þau jafnan hlut í félaginu og skipa stjórn þess. Andrea er stjórnarformaður félagsins og fjármálastjóri og Friðfinnur framkvæmdastjóri. Endurskoðandi er Björn Björgvinsson, löggiltur endurskoðandi.
Helstu birgjar
Nutramino í Danmörku - Heilsu- og drykkjarvörur
Navson - Avaxtasafar, orkudrykkir o.fl.
GVM/Italian coffe - Kaffibaunir
Papyrex - WC pappir - servíettur
Hill buscuits - Kex
Gerber juice - Djúsar og ýmsar aðrar vörur
Ulker - Matvara frá A-Ö
Viðskiptavinir
Viðskiptavinir Sanitas eru nú um 100 talsins, allt frá stóru matvælaverslununum yfir í
einstaklinga sem starfa í heilsugeiranum (einkaþjálfarar).
Velta, rekstur og framlegð
Velta ársins 2011 var kr. 25 milljónir og skv. óendurskoðuðu 6 mán. uppgjöri hefur hún aukist
í kr. 47,8 m.kr. fyrir fyrri helming ársins 2012. Áætlun gerir ráð fyrir að velta ársins 2012 verði
um 150 m.kr. Stefnt er að því að meðalframlegð sé um 30-35%. Sex starfsmenn starfa hjá
fyrirtækinu,
Framtíðarhorfur
Fyrirtækið hefur vaxið jafnt og þétt frá stofnun þess. Í upphafi byggðist vöruúrvalið aðallega
á heilsuvörum og -drykkjum frá Nutramino í Danmörku en á þessu ári hefur fyrirtækið verið
að færa sig inn á matvörumarkað almennt og þá aðallega með innflutning á vörum frá Spáni,
Englandi og Tyrklandi. Áhersla verður lögð á að bjóða verslunum heildarlausnir og að
vörurnar verði að mestu leyti seldar þeim beint í heilum gámum eða brettum, án viðkomu á
lager Sanitas. Stjórnendur munu leggja áherslu á að afla nýrra öruggra birgja og viðskiptavina,
kynna nýjar vörur til markaðarins og tryggja kostnaðaraðhald í rekstrinum.