Í dag, 23. febrúar 2011, voru kynntar niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar en þetta er tólfta árið sem ánægja viðskiptavina íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti. Að þessu sinni voru 25 fyrirtæki í 7 atvinnugreinum mæld. Niðurstöður byggja á svörum um 200-500 viðskiptavina hvers fyrirtækis.
Hæstu einkunn allra fyrirtækja hlaut Nova 73,1 af 100 mögulegum. Í fyrsta sæti í flokki banka og sparisjóða var Sparisjóðurinn með einkunnina 71,5. Í flokki tryggingafélaga var Tryggingamiðstöðin í fyrsta sæti með 68,7. Fallorka var í fyrsta sæti raforkusala með 64,8. Nova var í fyrsta sæti í flokki farsímafyrirtækja með einkunnina 73,1, ÁTVR var efst í flokki smásölufyrirtækja með einkunnina 71,6, Atlantsolía var efst á meðal olíufélaga með einkunnina 67,4 og Byko var efst á meðal mældra byggingavöruverslana með einkunnina 60,1.
Einkunn flestra geira og fyrirtækja lækkar á milli mælinga. Athyglisverð er mikil lækkun í flokki raforkusala og síðan hækkun viðskiptabankanna þriggja (Landsbanka, Arion banka og Íslandsbanka) milli mælinga.
You are invited to view Grimms's photo album: Ánægjuvogin kynnt
Ánægjuvogin kynnt
Feb 23, 2011
by Grimms
View Album
Play slideshow