Stjórnvísi býður fyrirtækið Nethönnun hjartanlega velkomið í félagið. Nethönnun býður upp á alhliða rekstur og viðhald á netbúnaði, vélbúnaði og hugbúnaði. Tæknimenn þeirra eru stöðugt á varðbergi gagnvart truflunum og bilunum.
Viðhald og rekstur net- og vélbúnaðar
Til að tryggja öruggt viðhald setjum við upp ýmsa skynjara á bæði net- og vélbúnað svo við getum brugðist við vandamálum áður en þau koma upp. Skynjararnir senda frá sér aðvörun ef ástand búnaðar er óeðlilegt og láta tæknimann vita hvernig er hægt að bæta stöðuna. Þetta tryggir í flestum tilvikum að hægt er að halda kerfum stöðugt gangandi án þess að nokkur verði var við rask.
Viðhald og rekstur hugbúnaðar
Viðhald stýrikerfa og hugbúnaðarlausna felur í sér að sjá til þess að stýrikerfi og hugbúnaðarlausnir virki eins vel og þau mögulega geta. Þetta þýðir að öryggisuppfærslur, kerfisuppfærslur og aðrar uppfærsur eru keyrðar reglulega ásamt því að vélar eru skannaðar.
Viðhald og rekstur lausna
Við sjáum um viðhald og rekstur á flestum Microsoft lausnum sem og öðrum lausnum, hvort sem um er að ræða kerfi sem við setjum upp frá grunni eða kerfi sem við önnumst með viðhaldi og rekstri fyrir viðskiptavini. Við bjóðum upp á úttekt á stöðu kerfa áður en þau eru tekin í viðhaldsþjónustu hjá okkur.