Upp úr öldudalnum. Haustráðstefna STJÓRNVÍSI verður haldin á Grand hóteli 1.október kl.8:30 til 11:30. Ráðstefnan ber yfirskriftina Upp úr öldudalnum. Rætt verður um viðhorf til íslensks atvinnulífs, stöðu þess, áhugaverð sprotafyrirtæki og leiðir upp úr öldudalnum.
Dagskrá:
Setning ráðstefnunnar: Margrét Reynisdóttir, formaður Stjórnvísi
Er lífið ljúft á botninum? Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Heims
Tækifærin eru víða - líka í kreppu. Símon Þorleifsson, HRV verkfræðistofunni
Af sprotum sprettur framtíð
Eyþór Ívar Jónsson, framkvæmdastjóri Klaks
Margur er knár þótt hann sé smár. Þórður Friðjónsson, forstjóri Nasdaq OMX Kauphallarinnar á Íslandi
Viðhorf erlendra lánadrottna. Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis
Fatahönnun blómstrar. Ásta Kristjánsdóttir, eigandi E-Label
Kaldi varð til í kreppunni. Hvenrig var það gerð? Agnes Sigurðardóttir, eigandi bjórverksmiðjunnar Kalda
Hvernig kreppan lék 300 stærstu fyrirtækin - hvað nú? Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar
Ráðstefnustjóri er Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur. Að loknum framsögum verða umræður.
Skráning á www.stjornvisi.is Aðgangseyrir er enginn.
Félagsmenn í Stjórnvísi, forráðamenn fyrirtækja og áhugamenn um stjórnun og rekstur fyrirtækja eru innilega velkomnir.