Ágæti viðtakandi.
Ég undirritaður, Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar, er formaður stjórnar Stjórnvísi og langar að vekja athygli á félaginu og hversu gagnlegt og hagkvæmt er fyrir fyrirtæki að vera í því.
Stjórnvísi býður upp á hátt í hundrað ókeypis viðburði um stjórnun á hverju ári, félagsmönnum að kostnaðarlausu. Fyrirtækin greiða hins vegar fast árgjald fyrir starfsmenn sína og er hægt að fullyrða að þátttaka í Stjórnvísi er ódýrasta símenntunin á Íslandi. Stjórnvísi hét á árum áður Gæðastjórnunarfélag Íslands.
Stjórnvísi er stærsta stjórnunarfélag á Íslandi með tæplega 2.000 virka félagsmenn
og um 285 fyrirtæki innan sinna raða.
Stjórnvísi er áhugamannafélag í eigu félagsmanna og starfar ekki með
fjárhagslegan ágóða í huga.
Stjórnvísi er opið öllum einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum sem hafa áhuga
á stjórnun; eins og stjórnendum, sérfræðingum, nemendum og öðrum
áhugamönnum um stjórnun.
Stjórnvísi býður hagstæðustu símenntunina. Flest námskeiðin eru ókeypis fyrir
félagsmenn.
Stjórnvísi er með kjarnastarf sitt í kraftmiklum faghópum félagsmanna en
jafnframt stendur félagið fyrir almennum ráðstefnum, viðburðum og verðlaunum
um stjórnun.
Nýlega hélt Stjórnvísi haustráðstefnu sína í Hörpunni sem vakti verðskuldaða athygli. Ráðstefnan bar yfirskriftina AÐ SKAPA FRAMTÍÐINA. Fyrirlesarar voru þeir Jón von Tetzchner, frumkvöðull og stofnandi Operu Software í Noregi, Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentors og David Martin, sérfræðingur í öryggismálum ríkja og stórfyrirtækja.
Með kveðju,
Jón G. Hauksson, formaður stjórnar Stjórnvísi.