Fimm fróðleikfundir hjá Stjórnvísi í næstu viku
27.nóvember. Hefur þú upplifað vandamál á þínum vinnustað vegna áfengis og vímuefna? Er kominn tími á faglega stefnu? Páll Þór Jónsson verkefnastjóri SÁÁ kynnir fyrirtækjaþjónustu SÁÁ, skaðastjórn vegna fíknisjúkdóma og meðvirkni.Hildur Atladóttir, leiðtogi heilbrigðismála hjá Rio Tinto Alcan á Íslandi fjallar um stefnu fyrirtækisins um áfengis- og vímuefnalausan vinnustað, undirbúning og innleiðingu stefnunnar. Fundurinn er haldinn í Von-SÁÁ, Efstaleiti 7 og er á vegum mannauðsstjórnunarhóps.
28.nóvember. Kópavogsbær er fyrst íslenskra sveitarfélaga með ISO 9001 vottun fyrir gæðakerfi á stjórnsýslusviði. Kópavogsbær býður í heimsókn þar sem Árni Þór Hilmarsson gæðastjóri mun kynna gæðakerfi stjórnsýslusviðs. Hann mun segja frá innleiðingunni, vottunarferlinu og þeim lærdómi sem draga má af því. Fundurinn verður haldinn í Fannborg 2, 4. hæð, Kópavogi og er á vegum gæðastjórnunarhóps.
29.nóvember. Umhverfis- og öryggismál og tengsl við samfélagsábyrgð. Guðrún Þóra Magnúsdóttir leiðtogi umhverfismála hjá ISAL mun fjalla um hvernig umhverfis og öryggismál fyrirtækisins tengjast samfélgsábyrgð föstum böndum. Í erindinu verður komið inn hvernig samráði og samskiptum er háttað við samfélagið og hver ávinningurinn er af því samráði. Fundurinn er haldinn hjá ISAL, Straumsvík Hafnarfirði og er á vegum faghópa um umhverfi og öryggi og samfélagsábyrgð fyrirtækja.
30.nóvember. Reynslusaga í notkun á CAF og nýr upplýsingavefur CAF. Pétur B. Matthíasson frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu mun fjalla um CAF sjálfsmatslíkan fyrir stofnanir og sveitarfélög, en ráðuneytið hefur nýlega opnað upplýsingavef fyrir CAF. Hallgrímur H. Gröndal mun fjalla um CAF reynslu hjá Ríkiskaupum. Fundurinn verður haldinn í Velferðarráðuneytinu Hafnarhúsinu Tryggvagötu og er á vegum faghóps um CAF/EFQM
- nóvember. Hver er staða stjórnendaþjálfunar á Íslandi? Landslag stjórnunar á Íslandi hefur breyst mikið undanfarin ár og stjórnendur standa frammi fyrir nýjum og erfiðum áskorunum. Á fundinum verður fjallað um stjórnendaþjálfun á Íslandi á nokkuð breiðum grundvelli og munu þrír fræðslustjórar stórra fyrirtækja deila reynslu sinni af skipulagningu stjórnendaþjálfunar. Hvað er það sem íslenskir stjórnendur sækjast eftir, er þessi hópur frábrugðinn öðrum hópum í atvinnulífinu þegar kemur að fræðslu og þjálfun og hvert er stjórnendaþjálfun á Íslandi að þróast, hvaða aðferðir eru mest notaðar o.s.frv. Á fundinum munu framsögumenn varpa ljósi á svör við þessum og fleiri spurningum.
- Kristín Jónsdóttir Njarðvík, endurmenntunarstjóri opnar fundinn.
- Hildur Arnars Ólafsdóttir fræðslustjóri Actavis - „Ups and downs“ í stjórnendaþjálfun.
Hildur segir frá því sem hefur gengið vel í stjórnendaþjálfun og hvað ekki undanfarin ár. Hún mun einnig segja frá því sem er framundan hjá „nýju“ fyrirtæki og mikilvægi stjórnendaþjálfunar í því samhengi. - Elísabet Helgadóttir fræðslustjóri Íslandsbanka. - Stjórnendaþjálfun hjá Íslandsbanka.
Elísabet leitast við að svara eftirfarandi spurningum:
Hvaða hæfni þarf stjórnandi að búa yfir til að ná árangri?
Hvernig stillum við þjálfun upp í samræmi við hæfniskröfur Íslandsbanka?
Hvernig styðjum við stjórnendur?
Hvernig mælum við árangur? - Harpa Björg Guðfinnsdóttir leiðtogi fræðslumála Alcan. - Leiðin að slysalausum vinnustað.
Harpa segir frá stjórnendaþjálfun á vegum móðurfélagsins, Rio Tinto, þar sem áhersla var m.a. á að kenna stjórnendum að grípa inn í aðstæður sem ekki teljast fullkomlega öruggar og leiðbeina starfsmönnum að gera hlutina á sem öruggastan hátt.
Fundarstaður: Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhaga 7, 107 Reykjavík.