Attentus - mannauður og ráðgjöf ehf. var stofnað árið 2007. Fyrirtækið hefur frá upphafi lagt áherslu á að vera í fararbroddi varðandi ráðgjöf og þjónustu á sviði mannauðsmála með því að hafa fagþekkingu og fagmennsku í fyrirrúmi.
Frá stofnun hafa ráðgjafar Attentus unnið með á annað hundrað íslenskum fyrirtækjum.
Sérstaða Attentus er yfirgripsmikil þekking og áralöng reynsla af stjórnun og mannauðsmálum.
HLUTVERK
- Árangur er í fólkinu falinn
Hlutverk Attentus er að veita fyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf og þjónustu á sviði stjórnunar og mannauðsmála sem stuðlar að hámarks árangri, arðsemi og ánægju starfsmanna og annarra hagsmunaaðila.
STEFNA
- Attentus byggir ráðgjöf sína á fagþekkingu, reynslu og metnaði.
Það er stefna Attentus að veita fyrirtækjum og stofnunum framúrskarandi ráðgjöf og þjónustu á sviði stjórnunar- og mannauðsráðgjafar.
Við leitum stöðugt leiða til að efla og nýta okkar fagþekkingu.
Við fylgjumst vel með nýjungum og þróun á sviði mannauðsstjórnunar og stjórnunar.
Reynsla af stjórnun og mannauðsmálum gerir okkur kleift að nýta okkar fagþekkingu í þágu viðskiptavina á hagkvæman og árangursríkan hátt.
Við leggjum metnað í að þjónustan uppfylli kröfur viðskiptavina um gæði, skapi virði og auki arðsemi í þeirra rekstri.
NAFNIÐ
Nafn Attentus vísar í orðið athugull og eftirtektarsamur. Það undirstrikar að við leggjum áherslu á að sinna okkar hlutverki af vandvirkni við að greina og nýta tækifæri til að auka árangur.