7 lyklar að árangri í ríkisrekstri - fyrri grein
Fagleg og árangursrík stjórnsýsla og opinber rekstur stuðla að samkeppnishæfara samfélagi. Skatttekjur ríkisins eiga að duga fyrir samtíma samneyslu. Opin gagnsæ samskipti við borgarana er lykilforsenda fyrir réttu vali á forgangsverkefnum - hverju á að sinna og hverju ekki. Árangur hjá ríkinu verður mestur ef gætt er að eftirfarandi 7 lyklum - þeir rétt samsettir og stöðug miðlun upplýsinga og þekkingar á milli almennings, stofnana, ráðuneyta og Alþingis.
- Lög - Fjárlög. Almennt er gerð krafa um að lög skapi skýrar og skilvirkar leikreglur fyrir einstaklinga og atvinnulífið. Lög afmarki skýrt verkefnin sem ríkið ætlar í raun að sinna og fjárveiting í samræmi. Með því að ákveða ramma fjárlaga til 3 ára minnkar óvissa og stefnan verður markvissari.
- Ráðuneytin. Þar er mesta krafan til hins faglega stjórnsýslustarfsmanns sem nýtur trausts ráðherra, stofnana og hagsmunaaðila. Ráðuneytin eiga að vera í skilvirkum faglegum samskiptum við stofnanir og gera samninga við þær um lykilverkefni, þjónustustig og árangur. Sérstaklega þarf að gæta að því að ráða til ráðuneyta reynslumikla og hæfa sérfræðinga og stjórnendur.
- Forstöðumaður stofnunar er í miðri hringiðunni. Hann nýtur trausts hjá ráðuneyti, starfsfólki og hagsmunaaðilum. Hann stendur faglega að ráðningum og símenntun. Hann skapar menningu þar sem stöðugt er reynt að finna leiðir til að leysa verkefnin á framúrskarandi hátt.
Í síðari greininni verður fjallað um seinni 4 lyklana tengdum stefnu, auðlindum, nýsköpun og opinni stjórnsýslu. Mikilvægt er að allir 7 lyklarnir séu settir í rétt samhengi. Stöðug síendurtekin leit að betri lausnum er leiðin að auknum lífsgæðum og samkeppnishæfara Íslandi. Sjá grein á www.stjornvisi.is
Þorvaldur Ingi Jónsson, ráðgjafi, viðskiptafræðingur, Ms í stjórnun- og stefnumótun. Stjórnarmaður í Stjórnvísi